Framsóknarflokkurinn 95 ára – Bjarta framtíð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 16. desember 2011 06:00 Framsóknarflokkurinn fagnar 95 ára afmæli í dag sem elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Hann var stofnaður á Alþingi hinn 16. desember 1916 og hefur síðan orðið að fjöldahreyfingu yfir tólf þúsund félagsmanna á öllu landinu. Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar, samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag. Saga Framsóknarflokksins er samofin framfarasögu Íslands á 20. öldinni. Hvort sem litið er til velferðarmála, uppbyggingar menntunar fyrir alla landsmenn, almannatrygginga eða nýsköpunar og eflingar atvinnulífs, þar hefur Framsóknarflokkurinn komið við sögu síðastliðin 95 ár. Þetta er saga sem framsóknarmenn eru stoltir af að tilheyra og vilja berjast fyrir að haldi áfram til framtíðar. Framsóknarmenn setja manninn og velferð hans í öndvegi og vilja skila hverri kynslóð betra þjóðfélagi, fleiri tækifærum og ríkari menningu. Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkurAllt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið frjálslyndur félagshyggjuflokkur. Það er hann enn og það á hann að vera. Við sem í sameiningu myndum Framsókn megum aldrei gleyma að tilgangurinn með baráttunni er fyrst og síðast að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Við viljum öll sjá betra samfélag, stéttlaust samfélag sem gleymir ekki þeim sem eiga um sárt að binda eða standa höllum fæti. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, samfélagi þar sem ekki ríkir sundurþykkja eða öfund, samfélagi þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín en menn eru jafnframt ábyrgir gjörða sinna. Það að vera frjálslyndur miðjuflokkur felur ekki í sér að vera laus við pólitískar skoðanir. Það snýst um að meta hvert mál fyrir sig út frá rökum og staðreyndum en ekki út frá fyrir fram gefinni hugmyndafræði. Því verður svo að fylgja að menn séu tilbúnir að berjast fyrir því sem þeir telja rétt hverju sinni. Flokkur sem kennir sig við hina rökréttu leið verður líka að vera prinsippflokkur, því að ef menn standa ekki fastir á grundvallaratriðum í samtímanum eru þeir að auka á vanda framtíðarinnar. Við eigum að vera tilbúin að samþykkja góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma og alltaf reiðubúin að ræða kosti og galla ólíkra leiða. Það er hin eiginlega framsóknarleið, að nálgast viðfangsefnin fordómalaust af skynsemi og rökhyggju. Þessu viðhorfi var lýst þannig af Hermanni Jónassyni, fyrrum formanni flokksins, að stefna Framsóknarflokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Framsóknarmenn vilja jákvæð og sterk samskipti við erlend ríki og samskipti Íslands við alþjóðasamfélagið sem best. Þar hefur Ísland mikið fram að færa og tækifærin eru mörg og mikilvæg. Framsóknarmenn vilja að allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa um lausn þjóðfélagsmála fái tækifæri til að tjá skoðun sína og reyna að vinna henni fylgi áður en ákvarðanir eru teknar. Okkur ber að hlusta á góðar hugmyndir á málefnalegum grundvelli en ekki dæma þær út frá því hvaðan þær koma. Einungis þannig mun samfélaginu miða fram á við. Framsóknarstefnan á ætíð fullt erindi við ÍslendingaVið lifum á sérstökum tímum í íslenskri sögu, tímum þar sem við okkur blasa bæði ógnir og ómæld tækifæri. En ógnirnar eru smávægilegar í samanburði við þau gífurlegu tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir, rétt eins og stóð á þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður, rétt áður en Ísland varð fullvalda ríki og hóf mesta og lengsta framfaratímabil sem þjóðin hefur upplifað. Framsóknarmenn hafa undanfarin tvö ár lagt fram ótal tillögur til lausnar á vandamálum sem að okkur steðja, ekki hvað síst varðandi efnahagsmál og atvinnumál. Hugleiknust hefur okkur verið staða heimilanna í landinu, skuldamálin. Þau eru brýnasta úrlausnarefnið. Síðustu tvö ár hafa sýnt svo óhrekjandi er að þær tillögur sem við höfum lagt fram hafa sannað gildi sitt. Þessar tillögur eru byggðar á hinni skynsömu og rökföstu framsóknarstefnu, stefnu sem í 95 ár hefur hvað eftir annað verið helsti drifkraftur framfara og uppbyggingar í íslensku samfélagi. Til að kveikja á ný slíka uppbyggingu, til að nýta þau ómældu tækifæri sem Ísland stendur frammi fyrir, þarf framsóknarstefnan að fá hljómgrunn, heyrast hátt og skýrt. Við þurfum stjórnvöld sem efla með íslensku þjóðinni kjark og von. Stjórnvöld sem veita stöðugleika og sýn á framtíðina. Það er engin ástæða til að Íslendingar geti ekki nú, eins og áður, fyllst bjartsýni og von. Og í raun eigum við að hafa meira en von. Við eigum að hafa trú. Óbilandi trú á bjarta framtíð Íslands. Framsóknarflokkurinn var stofnaður fyrir 95 árum í krafti þeirrar vissu að íslensku þjóðinni væru allir vegir færir. Það á jafn vel við í dag eins og áður. Og við ætlum að standa undir nafni sem framsóknarmenn, við ætlum að vísa veginn fram á við, ganga á undan með trú á eigin mátt og bjarta framtíð Íslands að vopni. Kæru framsóknarmenn og góðir Íslendingar: Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn fagnar 95 ára afmæli í dag sem elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Hann var stofnaður á Alþingi hinn 16. desember 1916 og hefur síðan orðið að fjöldahreyfingu yfir tólf þúsund félagsmanna á öllu landinu. Uppruna Framsóknarflokksins má m.a. rekja til tveggja hreyfinga sem höfðu mikil áhrif á íslenskt þjóðfélag á fyrstu árum aldarinnar, samvinnuhreyfingarinnar og ungmennafélaganna. Þessi samtök börðust fyrir almennum framförum og umbótum í landinu, aukinni menntun og atvinnurekstri sem tryggði mönnum sannvirði fyrir vöru og vinnu. Þessi hugsjónalegi bakgrunnur hafði mikil áhrif á stefnu flokksins og gerir enn í dag. Saga Framsóknarflokksins er samofin framfarasögu Íslands á 20. öldinni. Hvort sem litið er til velferðarmála, uppbyggingar menntunar fyrir alla landsmenn, almannatrygginga eða nýsköpunar og eflingar atvinnulífs, þar hefur Framsóknarflokkurinn komið við sögu síðastliðin 95 ár. Þetta er saga sem framsóknarmenn eru stoltir af að tilheyra og vilja berjast fyrir að haldi áfram til framtíðar. Framsóknarmenn setja manninn og velferð hans í öndvegi og vilja skila hverri kynslóð betra þjóðfélagi, fleiri tækifærum og ríkari menningu. Framsóknarflokkurinn er frjálslyndur félagshyggjuflokkurAllt frá upphafi hefur Framsóknarflokkurinn verið frjálslyndur félagshyggjuflokkur. Það er hann enn og það á hann að vera. Við sem í sameiningu myndum Framsókn megum aldrei gleyma að tilgangurinn með baráttunni er fyrst og síðast að hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Við viljum öll sjá betra samfélag, stéttlaust samfélag sem gleymir ekki þeim sem eiga um sárt að binda eða standa höllum fæti. Við viljum búa í samfélagi þar sem allir eru jafnir fyrir lögum, samfélagi þar sem ekki ríkir sundurþykkja eða öfund, samfélagi þar sem einstaklingurinn fær að njóta sín en menn eru jafnframt ábyrgir gjörða sinna. Það að vera frjálslyndur miðjuflokkur felur ekki í sér að vera laus við pólitískar skoðanir. Það snýst um að meta hvert mál fyrir sig út frá rökum og staðreyndum en ekki út frá fyrir fram gefinni hugmyndafræði. Því verður svo að fylgja að menn séu tilbúnir að berjast fyrir því sem þeir telja rétt hverju sinni. Flokkur sem kennir sig við hina rökréttu leið verður líka að vera prinsippflokkur, því að ef menn standa ekki fastir á grundvallaratriðum í samtímanum eru þeir að auka á vanda framtíðarinnar. Við eigum að vera tilbúin að samþykkja góðar hugmyndir sama hvaðan þær koma og alltaf reiðubúin að ræða kosti og galla ólíkra leiða. Það er hin eiginlega framsóknarleið, að nálgast viðfangsefnin fordómalaust af skynsemi og rökhyggju. Þessu viðhorfi var lýst þannig af Hermanni Jónassyni, fyrrum formanni flokksins, að stefna Framsóknarflokksins væri hvorki til hægri né vinstri heldur beint áfram. Framsóknarmenn vilja jákvæð og sterk samskipti við erlend ríki og samskipti Íslands við alþjóðasamfélagið sem best. Þar hefur Ísland mikið fram að færa og tækifærin eru mörg og mikilvæg. Framsóknarmenn vilja að allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa um lausn þjóðfélagsmála fái tækifæri til að tjá skoðun sína og reyna að vinna henni fylgi áður en ákvarðanir eru teknar. Okkur ber að hlusta á góðar hugmyndir á málefnalegum grundvelli en ekki dæma þær út frá því hvaðan þær koma. Einungis þannig mun samfélaginu miða fram á við. Framsóknarstefnan á ætíð fullt erindi við ÍslendingaVið lifum á sérstökum tímum í íslenskri sögu, tímum þar sem við okkur blasa bæði ógnir og ómæld tækifæri. En ógnirnar eru smávægilegar í samanburði við þau gífurlegu tækifæri sem Íslendingar standa frammi fyrir, rétt eins og stóð á þegar Framsóknarflokkurinn var stofnaður, rétt áður en Ísland varð fullvalda ríki og hóf mesta og lengsta framfaratímabil sem þjóðin hefur upplifað. Framsóknarmenn hafa undanfarin tvö ár lagt fram ótal tillögur til lausnar á vandamálum sem að okkur steðja, ekki hvað síst varðandi efnahagsmál og atvinnumál. Hugleiknust hefur okkur verið staða heimilanna í landinu, skuldamálin. Þau eru brýnasta úrlausnarefnið. Síðustu tvö ár hafa sýnt svo óhrekjandi er að þær tillögur sem við höfum lagt fram hafa sannað gildi sitt. Þessar tillögur eru byggðar á hinni skynsömu og rökföstu framsóknarstefnu, stefnu sem í 95 ár hefur hvað eftir annað verið helsti drifkraftur framfara og uppbyggingar í íslensku samfélagi. Til að kveikja á ný slíka uppbyggingu, til að nýta þau ómældu tækifæri sem Ísland stendur frammi fyrir, þarf framsóknarstefnan að fá hljómgrunn, heyrast hátt og skýrt. Við þurfum stjórnvöld sem efla með íslensku þjóðinni kjark og von. Stjórnvöld sem veita stöðugleika og sýn á framtíðina. Það er engin ástæða til að Íslendingar geti ekki nú, eins og áður, fyllst bjartsýni og von. Og í raun eigum við að hafa meira en von. Við eigum að hafa trú. Óbilandi trú á bjarta framtíð Íslands. Framsóknarflokkurinn var stofnaður fyrir 95 árum í krafti þeirrar vissu að íslensku þjóðinni væru allir vegir færir. Það á jafn vel við í dag eins og áður. Og við ætlum að standa undir nafni sem framsóknarmenn, við ætlum að vísa veginn fram á við, ganga á undan með trú á eigin mátt og bjarta framtíð Íslands að vopni. Kæru framsóknarmenn og góðir Íslendingar: Til hamingju með daginn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun