Íþróttamaður ársins: Átta nýliðar á meðal efstu tíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. desember 2011 06:00 Alexander Petersson var kjörinn íþróttamaður ársins í fyrra. Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira
Alveg eins og í fyrra er mikið um ný andlit á meðal tíu efstu í kjörinu á Íþróttamanni ársins og það er nú þegar orðið ljóst að 37. íþróttamaðurinn í 55 ára sögu kjörsins fær sæmdarheitið Íþróttamaður ársins. Átta nýliðar eru á listanum í ár og enginn af íþróttamönnunum tíu hefur hlotið titilinn áður. Í fyrra voru sex nýliðar á listanum og náði aðeins einn þeirra, handboltamaðurinn Aron Pálmarsson, inn á listann í ár. Aron er reyndar sá eini sem nær því að vera á listanum annað árið í röð og hann á það sameiginlegt með Þóru Björg Helgadóttur að hafa verið meðal þeirra tíu efstu áður. Þóra er þar í þriðja sinn en hún varð í fimmta sæti í kjörinu 2005 og í þriðja sæti fyrir tveimur árum. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og fer þannig fram að hver félagsmaður SÍ setur saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Alls eru 22 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna og nýttu allir þeirra atkvæðisrétt sinn í kjörinu að þessu sinni. Í kjörinu fékk 31 íþróttamaður atkvæði. Helmingur íþróttamannanna á topp tíu listanum að þessu sinni er 25 ára og yngri og Heiðar Helguson er elstur á listanum og eru hann og Þóra þau einu sem eru komin yfir þrítugt. Heiðar er 34 ára og búinn að vera atvinnumaður í þrettán ár en er samt að ná því í fyrsta sinn á ferlinum að komast í hóp þeirra tíu efstu í kjöri íþróttafréttamanna. Fótboltafólk eru fjölmennast á listanum að þessu sinni en tveir knattspyrnumenn og tvær knattspyrnukonur eru á listanum. Handbolti og frjálsar íþróttir eiga bæði tvo fulltrúa, karl og konu, og við bætast síðan kylfingur og körfuboltamaður. Fjórar konur eru á listanum þriðja árið í röð sem er metjöfnun en fjórar konur voru einnig á listununum 1998, 2003 og 2006. Hér á síðunni má sjá mynd af þeim tíu sem þóttu skara fram úr á árinu sem er að líða. Kjörinu verður síðan lýst á Grand Hóteli Reykjavík fimmtudaginn 5. janúar klukkan 20.15. Þessir fengu flest atkvæði í kjörinu (í stafrófsröð): Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, handbolti Aron Pálmarsson, handbolti Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttir Heiðar Helguson, knattspyrna Jakob Örn Sigurðarson, körfubolti Kári Steinn Karlsson, frjálsíþróttir Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna Ólafur Björn Loftsson, golf Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna Þóra B. Helgadóttir, knattspyrnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir (26 ára, handbolti) Félag: Valur. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/PjeturAron Pálmarsson (21 árs, handbolti) Félag: THW Kiel í Þýskalandi. Fjöldi skipta á topp 10: 2Nordic Photos / Getty ImagesÁsdís Hjálmsdóttir (26 ára, frjálsíþróttir) Félag: Ármann. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/AntonHeiðar Helguson (34 ára, knattspyrna) Félag: QPR í Englandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesJakob Örn Sigurðarson (29 ára, körfubolti) Félag: Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/ValliKári Steinn Karlsson (25 ára, frjálsíþróttir) Félag: Breiðablik. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánKolbeinn Sigþórsson (21 árs, knattspyrna) Félag: AZ Alkmaar/Ajax í Hollandi. Fjöldi skipta á topp 10: 1Nordic Photos / Getty ImagesÓlafur Björn Loftsson (24 ára, golf) Félag: Nesklúbburinn. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/GVASara Björk Gunnarsdóttir (21 árs, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 1Mynd/StefánÞóra Björg Helgadóttir (30 ára, knattspyrna) Félag: Ldb Malmö í Svíþjóð. Fjöldi skipta á topp 10: 3Mynd/Stefán
Íþróttir Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Sjá meira