Íslenski boltinn

Greta Mjöll og Þórunn Helga valdar í íslenska landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Greta Mjöll Samúelsdóttir.
Greta Mjöll Samúelsdóttir.

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið tuttugu manna hóp fyrir Algarve-bikarinn sem fer fram 2. til 9. mars næstkomandi.

Íslenska kvennalandsliðið tekur þátt í þessu sterka móti fimmta árið í röð og mætir þar Svíþjóð, Kína og Danmörk í riðlakeppninni.

Greta Mjöll Samúelsdóttir og Þórunn Helga Jónsdóttir koma aftur inn í landsliðið. Greta Mjöll er að koma aftur eftir erfið hnémeiðsli og Þórunn Helga sem spilar með brasilíska liðinu Santos hefur ekki verið valin síðan sumarið 2009.

Algarve-hópur Íslands:

Markmenn:

Þóra Björg Helgadóttir, Malmö

Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgården

Varnarmenn:

Katrín Jónsdóttir, Val

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir, Örebro

Sif Atladóttir, Saarbrücken

Málfríður Erna Sigurðardóttir, Val

Hallbera Guðný Gísladóttir, Val

Thelma Björk Einarsdóttir, Val

Miðjumenn:

Edda Garðarsdóttir, Örebro

Dóra María Lárusdóttir, Val

Sara Björk Gunnarsdóttir, Breiðabliki

Katrín Ómarsdóttir, Kristianstad

Rakel Hönnudóttir, Þór/KA

Guðný Björk Óðinsdóttir, Kristianstad

Greta Mjöll Samúelsdóttir, Breiðabliki

Dagný Brynjarsdóttir, Val

Þórunn Helga Jónsdóttir, Santos

Sóknarmenn:

Margrét Lára Viðarsdóttir, Kristianstad

Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki

Kristín Ýr Bjarnadóttir, Val






Fleiri fréttir

Sjá meira


×