Íslenski boltinn

Aðeins fjórar tillögur fyrir ársþing KSÍ

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.
Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ. Mynd/Anton
Knattspyrnusambandi Íslands bárust aðeins fjórar tillögur fyrir ársþing sambandsins sem fram fer laugardaginn 12. febrúar. Til samanburðar bárust 17 tillögur fyrir þingið 2010 og 8 tillögur árið áður. Auk þess er ljóst að Geir Þorsteinsson verður endurkjörinn formaður til tveggja ára þ.a. útlit er fyrir tíðindalítið þing.

Knattspyrnudeild Selfoss sendi inn tillögu um fjölgun varamanna í 1. deild karla úr fimm í sjö. Þá sendu knattspyrnudeildir Fylkis og Breiðabliks frá sér sameiginlega tillögu um stofnun Íslandsmóts í flokki 50 ára og eldri. KSÍ gerir auk þess tillögu um að Knattspyrnufélag Fjallabyggðar taki sæti KS/Leifturs í 2. deild á komandi tímabili. Þá liggur fyrir þinginu ályktun frá stjórn KSÍ að þingið mótmæli skertum fjárframlögum til Íþróttaslysasjóðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×