Innrásin frá Mars Ásgeir H. Ingólfsson skrifar 24. janúar 2011 06:00 Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Að útrýma launamisrétti og tryggja að báðum kynjum standi sömu tækifæri til boða - þetta myndu sumir kalla sjálfsögð mannréttindi. Einstaka afturhaldsseggir andmæla þessum rétti en ég hef meiri áhyggjur af stærri og hættulegri hóp: fólki sem á einhvern furðulegan hátt túlkar þessi markmið þannig að með þeim verði allir steyptir í sama mót, gott ef brjóstin verði ekki skorin af konunum og skorið undan körlunum. Það er merkilegt viðhorf að manneskjan sé svo mótuð af efnahag sínum að hún missi persónueinkenni sín við það að missa forréttindi sín eða kúgun sína - en það ískyggilega er að barátta þeirra gegn jafnrétti gengur fjandi vel. Biblía þessa hóps heitir Karlar eru frá Mars, konur eru frá Venus - því kynjamunurinn var ekki lengur nóg, nú þurfti helst að breyta hinu kyninu í torkennilega geimveru. Testamentin eru svo fjölmörg, Hellisbúinn, ýmsir gamanþættir þar sem gullfalleg og bráðskörp kona hangir með feitum og heimskum eiginmanni hvað sem á gengur, bleikt.is og væntanlegur bróðurvefur þess - og það heimskulegasta af þessu öllu, stelpukvöld og strákakvöld sem Stöð 2 hefur staðið fyrir - þar sem markaðsdeild stöðvarinnar eyðir peningum í að fæla hluta mögulegra áhorfenda frá stöðinni eitt kvöld í viku. Yfirlýst markmið þessara bóka, leikrita og vefrita eru ekki alltaf slæm, ef einhver eru. En miðað við innihaldið er hið raunverulega markmið þó þetta: að ýkja allan þann mun sem finna má á kynjunum út í hið gróteska, helst þangað til brjóst kvenna springa af sílikoni og vöðvar / bumba karlanna springur af fitu / sterum (það er merkilegt að karlarnir fá þó tvær stereótýpur í þessari einfölduðu heimsmynd en konur bara eina). Þetta er aðferð Rómverjanna, að deila og drottna, og það er eins og það sé einhver iðnaður sem þráir ekkert heitar en að halda öllum samskiptum kynjanna á steinaldarstiginu. Því í þessum steinaldarhugsunarhætti er kynjamisréttið sjálft falið, þar liggur kjarni þess og ef ó-jafnréttissinnar ná að vernda þennan kjarna þá dugar okkur skammt að vinna nokkrar orrustur. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun