Endalok karlaveldisins Freyr Eyjólfsson skrifar 31. janúar 2011 06:00 Frægt og umdeilt verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, á Feneyjatvíæringnum 2009 vakti mikið umtal á sínum tíma bæði varðandi kostnað og almennan fíflaskap í listum. Margir virtust misskilja hvað listamaðurinn var beinlínis að fara í þessu verki; þarna voru tveir karlmenn að dunda sér við bjórdrykkju og listmálun en með þessu verki var verið að boða endalok karlaveldisins. Karlar í kreppu eftir kreppu. Heimur karlmanna er nefnilega að breytast. Og það hratt. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að konur urðu fleiri á vinnumarkaði en karlar. Fleiri konur útskrifast úr háskólum og sífellt fleiri setjast í forstjórastóla þar í landi. Sama þróun virðist eiga sér stað á Íslandi og víða annars staðar á Vesturlöndum. Í kreppunni hér hafa aðallega karlar misst vinnuna og svo virðist sem hið tæknivædda nútímasamfélag kalli frekar á konur en karla til starfa. Bandarískar rannsóknir sýna að þegar fólk getur valið kyn í glasafrjóvgunum velur það frekar stúlkur en stráka; þær hafa nefnilega betri möguleika í lífinu. Þegar fólk er spurt vill það frekar eignast stelpu en strák. Strákar eru líklegri til vandræða og að feta glæpabrautina, lenda í umferðarslysum, eiga við vímuefnavandamál að stríða og svo framvegis. Karlar eru í mikilli krísu. Karlmenn hafa verið ráðandi kyn í heiminum. Þeir hafa stjórnað með harðri hendi, oft með ofbeldi, eins og aðrir apafrændur sínir. Það hefur hins vegar gerst mjög hratt á síðustu áratugum að hlutur kvenna hefur farið vaxandi, sem virðist hafa mjög öflug hagræn áhrif í för með sér. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur mælt bein hagræn áhrif jafnréttis. Þar sem konur hafa sömu réttindi og karlar er meiri hagsæld og meiri auður. Jafnrétti virðist borga sig, sama hvað menn halda. Sumir halda því jafnvel fram að kvenræði eða kvennaveldi sé hagstæðasta fyrirkomulagið. Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli ráðið konur sem yfirmenn. Þar hafa karllæg gildi vikið fyrir kvenlægum. Það voru útrunnin karlmennskusjónarmið og testósterónæði sem keyrðu banka og fjármálafyrirtæki í þrot. Eftir standa fyrirtæki sem þurfa að temja sér önnur gildi og sum hafa þegar gert það. Viðskiptalífið, vinnumarkaðurinn og veröldin - allt breytist þetta núna hratt. Og stórtækasta breytingin virðist vera þessi: Ofurvald karlmanna er að líða undir lok. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við berum öll ábyrgð Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Gerum betur í heilbrigðismálum Guðjón S. Brjánsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Frægt og umdeilt verk myndlistarmannsins Ragnars Kjartanssonar, Endalokin, á Feneyjatvíæringnum 2009 vakti mikið umtal á sínum tíma bæði varðandi kostnað og almennan fíflaskap í listum. Margir virtust misskilja hvað listamaðurinn var beinlínis að fara í þessu verki; þarna voru tveir karlmenn að dunda sér við bjórdrykkju og listmálun en með þessu verki var verið að boða endalok karlaveldisins. Karlar í kreppu eftir kreppu. Heimur karlmanna er nefnilega að breytast. Og það hratt. Á síðasta ári gerðist það í fyrsta skipti í sögu Bandaríkjanna að konur urðu fleiri á vinnumarkaði en karlar. Fleiri konur útskrifast úr háskólum og sífellt fleiri setjast í forstjórastóla þar í landi. Sama þróun virðist eiga sér stað á Íslandi og víða annars staðar á Vesturlöndum. Í kreppunni hér hafa aðallega karlar misst vinnuna og svo virðist sem hið tæknivædda nútímasamfélag kalli frekar á konur en karla til starfa. Bandarískar rannsóknir sýna að þegar fólk getur valið kyn í glasafrjóvgunum velur það frekar stúlkur en stráka; þær hafa nefnilega betri möguleika í lífinu. Þegar fólk er spurt vill það frekar eignast stelpu en strák. Strákar eru líklegri til vandræða og að feta glæpabrautina, lenda í umferðarslysum, eiga við vímuefnavandamál að stríða og svo framvegis. Karlar eru í mikilli krísu. Karlmenn hafa verið ráðandi kyn í heiminum. Þeir hafa stjórnað með harðri hendi, oft með ofbeldi, eins og aðrir apafrændur sínir. Það hefur hins vegar gerst mjög hratt á síðustu áratugum að hlutur kvenna hefur farið vaxandi, sem virðist hafa mjög öflug hagræn áhrif í för með sér. Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, hefur mælt bein hagræn áhrif jafnréttis. Þar sem konur hafa sömu réttindi og karlar er meiri hagsæld og meiri auður. Jafnrétti virðist borga sig, sama hvað menn halda. Sumir halda því jafnvel fram að kvenræði eða kvennaveldi sé hagstæðasta fyrirkomulagið. Fyrirtæki og stofnanir hafa í auknum mæli ráðið konur sem yfirmenn. Þar hafa karllæg gildi vikið fyrir kvenlægum. Það voru útrunnin karlmennskusjónarmið og testósterónæði sem keyrðu banka og fjármálafyrirtæki í þrot. Eftir standa fyrirtæki sem þurfa að temja sér önnur gildi og sum hafa þegar gert það. Viðskiptalífið, vinnumarkaðurinn og veröldin - allt breytist þetta núna hratt. Og stórtækasta breytingin virðist vera þessi: Ofurvald karlmanna er að líða undir lok. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun