Badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir byrjar vel Alþjóðlega sænska mótinu en hún vann nú rétt áðan leik sinn gegn Karin Schnaase frá Þýskalandi.
Ragna var ekki í miklum vandræðum og vann báðar hrinur örugglega, 21-14 og 21-16.
Schnaase var röðuð númer sex inn í mótið og er númer 59 á heimslistanum. Ragna er númer 78 á heimslistanum. Þetta er glæsilegur árangur hjá Rögnu sem nú er komin í aðra umferð mótsins sem fer fram seinna í dag.
Ragna keppir þá annaðhvort við Michelle Kit Ying Chan frá Nýja Sjálandi eða Getter Saar frá Eistlandi