Launaleynd er lúaleg Svavar Knútur skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Ofbeldi finnst í margs konar myndum og formum, sýnilegum og torsýnilegum. Það er margbreytilegt hugtak og opið til túlkunar. Yfirborðskenndar skilgreiningar á ofbeldi eru gjarnan á líkamlega sviðinu. Ef það er ekki marblettur, laus tönn, brákað bein eða glóðarauga, þá var það ekki ofbeldi. Þessa skilgreiningu vilja margir halda sig við sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann, sem er að ofbeldi er ríkjandi samskiptaform á ótrúlega mörgum stöðum innan okkar samfélags. Ofbeldi er afskaplega fjölbreytilegt. Það getur verið andlegt, félagslegt, kynferðislegt, kerfisbundið og samfélagslegt, jafnvel fjárhagslegt. En allt ofbeldi miðar að því að halda þolandanum niðri og upphefja gerandann á kostnað hans. Það á ekki síður við um kynbundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, bæði kerfisbundið og persónulegt, miðar alltaf að því að halda niðri hinu kyninu. Vissulega getur kynbundið ofbeldi gengið í báðar áttir, en í þessum pistli vil ég beina sjónum mínum að ofbeldi sem mest snýr að konum. Ofbeldi getur falist í sviptingu gæða eins og frelsis, matar, upplýsinga eða húsnæðis. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir beitt fólk ofbeldi með því að halda frá því nauðsynlegum upplýsingum. Allt tal um frjálsan markað, markaðslausnir og frjálst val neytenda er algerlega innantómt ef gagnsæi nýtur ekki við í samfélagi og upplýsingar eru ekki uppi á borðinu. Til dæmis vinna mörg fyrirtæki hart að því að halda upplýsingum um starfsemi sína og vinnuhætti frá fólkinu í samfélaginu. Launaleyndin margumtalaða er skýrt dæmi um kerfisbundið kynbundið ofbeldi, þar sem vinnuveitendur þykjast hafa „hagsmuni einstaklinga" að leiðarljósi. Engu að síður er launaleyndin eitt sterkasta vopnið í því að halda niðri réttindum kvenna og halda aftur af jafnrétti kynjanna. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegri samkeppni við annað fólk ef allar nauðsynlegar upplýsingar um verðskuldun og vinnuframlag skortir? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að laun skuli vera trúnaðarmál. Það er bara tæki til að hygla ákveðnum einstaklingum innan fyrirtækja og í raun eykur það enn frekar á tortryggni milli allra á vinnustað heldur en opinber og gegnsæ launastefna. Rétt eins og það er engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit, þá er engin afsökun fyrir að líða eða ástunda ofbeldi, bara af því við erum mennsk. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Ofbeldi finnst í margs konar myndum og formum, sýnilegum og torsýnilegum. Það er margbreytilegt hugtak og opið til túlkunar. Yfirborðskenndar skilgreiningar á ofbeldi eru gjarnan á líkamlega sviðinu. Ef það er ekki marblettur, laus tönn, brákað bein eða glóðarauga, þá var það ekki ofbeldi. Þessa skilgreiningu vilja margir halda sig við sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann, sem er að ofbeldi er ríkjandi samskiptaform á ótrúlega mörgum stöðum innan okkar samfélags. Ofbeldi er afskaplega fjölbreytilegt. Það getur verið andlegt, félagslegt, kynferðislegt, kerfisbundið og samfélagslegt, jafnvel fjárhagslegt. En allt ofbeldi miðar að því að halda þolandanum niðri og upphefja gerandann á kostnað hans. Það á ekki síður við um kynbundið ofbeldi. Kynbundið ofbeldi, bæði kerfisbundið og persónulegt, miðar alltaf að því að halda niðri hinu kyninu. Vissulega getur kynbundið ofbeldi gengið í báðar áttir, en í þessum pistli vil ég beina sjónum mínum að ofbeldi sem mest snýr að konum. Ofbeldi getur falist í sviptingu gæða eins og frelsis, matar, upplýsinga eða húsnæðis. Þannig geta fyrirtæki og stofnanir beitt fólk ofbeldi með því að halda frá því nauðsynlegum upplýsingum. Allt tal um frjálsan markað, markaðslausnir og frjálst val neytenda er algerlega innantómt ef gagnsæi nýtur ekki við í samfélagi og upplýsingar eru ekki uppi á borðinu. Til dæmis vinna mörg fyrirtæki hart að því að halda upplýsingum um starfsemi sína og vinnuhætti frá fólkinu í samfélaginu. Launaleyndin margumtalaða er skýrt dæmi um kerfisbundið kynbundið ofbeldi, þar sem vinnuveitendur þykjast hafa „hagsmuni einstaklinga" að leiðarljósi. Engu að síður er launaleyndin eitt sterkasta vopnið í því að halda niðri réttindum kvenna og halda aftur af jafnrétti kynjanna. Hvernig er hægt að eiga í eðlilegri samkeppni við annað fólk ef allar nauðsynlegar upplýsingar um verðskuldun og vinnuframlag skortir? Það er ekkert náttúrulögmál sem segir að laun skuli vera trúnaðarmál. Það er bara tæki til að hygla ákveðnum einstaklingum innan fyrirtækja og í raun eykur það enn frekar á tortryggni milli allra á vinnustað heldur en opinber og gegnsæ launastefna. Rétt eins og það er engin afsökun fyrir þvermóðsku og heimóttarskap að vera úr Mývatnssveit, þá er engin afsökun fyrir að líða eða ástunda ofbeldi, bara af því við erum mennsk. Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun