Nadal vinnur ekki fjögur risamót í röð - úr leik í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. janúar 2011 11:24 Rafael Nadal lék meiddur í dag. Nordic Photos / AFP Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl. Erlendar Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Sjá meira
Rafael Nadal féll úr leik í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins er hann tapaði fyrir landa sínum, David Ferrer frá Spáni í þremur settum. Þetta er gríðarlega mikið áfall fyrir Nadal því hann átti möguleika á að vera handhafi allra fjögurra risatitlanna á sama tíma. Engum karlmanni hefur tekist það síðan að Ástralinn Rod Laver vann öll fjögur stórmótin árið 1969. Nadal bar sigur á býtum á opna franska, Wimbledon og opna bandaríska í fyrra. Hann vann opna ástralska árið 2009 en féll einnig úr leik í fjórðungsúrslitum í fyrra. Nadal átti aldrei möguleika í dag. Hann meiddist snemma í viðureigninni, líklega á vöðva aftan í læri. Hann barðist hetjulega gegn Ferrer sem hefur aldrei áður sigrað á stórmóti. Hann hefur einu sinni komist í undanúrslit, á opna bandaríska árið 2007. Ferrer vann að lokum, 6-4, 6-2 og 6-3, og mætir Skotanum Andy Murray í undanúrslitum. Murray vann í morgun góðan sigur á Alexandr Dolgopalov frá Úkraínu, 7-5, 6-3, 6-7 og 6-3. Í hinni undanúrslitaviðureigninni munu eigast við Novak Djokovic og Roger Federer. Viðureignin hefst í fyrsta lagi klukkan 8.30 í fyrramálið og verður í beinni útsendingu á Eurosport. Þess skal getið að sem heitir á ensku „Grand Slam" er að vinna öll fjögur risamótin á einu og sama árinu. Þó svo að Nadal var búinn að vinna þrjú mót í röð voru þau öll á síðasta ári og því hefði hann hvort eð er ekki náð þeim áfanga nú. Hann þarf að bíða enn um sinn og reyna aftur á næsta ári til að leika eftir afrek Laver. Sá gerði það reyndar tvívegis, árin 1962 og 1969. Í kvennaflokki hefur tveimur konum tekist að ná þessum áfanga í seinni tíð en atvinnumönnum og áhugamönnum var fyrst leyft að keppa saman á stórmótum árið 1968. Margaret Court vann öll fjögur mótin árið 1970 og Steffi Graf gerði enn betur árið 1988 er hún vann öll risamótin fjögur sem og gull á Ólympíuleikunum í Seúl.
Erlendar Mest lesið Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Fótbolti Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Enski boltinn Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Sport Kært vegna rasisma í Garðabæ Körfubolti Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Enski boltinn Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Handbolti Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Körfubolti Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Handbolti Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Fleiri fréttir Engin stig tekin af ensku liðunum „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Utan vallar: Óróapúls óskast Stoltur og glaður Freyr fékk óumbeðna mynd frá Birki Öll að koma til eftir fólskulegt brot Kært vegna rasisma í Garðabæ Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fyrirliði Man United sendi Jóa Berg og fjölskyldu fallega gjöf Dagskráin í dag: Stórleikir í körfuboltanum og þýsk stórlið Khabib ósáttur eftir að vera sagt að yfirgefa flugvél í Las Vegas Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Sjá meira