Kristinn Torfason úr FH bætti Íslandsmetið í þrístökki karla innanhúss þegar hann stökk 15,27 metra á Stórmóti ÍR í frjálsum sem fór fram í fimmtánda sinn í Laugardalshöllinni um helgina. Stórmót ÍR er eins og undanfarin ár það stærsta sem haldið í frjálsíþróttum innanhúss ár hvert á Íslandi.
Kristinn bætti þarna sitt eigið Íslandsmet en hann hafði stokkið 15,05 metra fyrir tveimur árum. Kristinn sigraði einnig í langstökki á mótinu þegar hann stökk 7,11 metra.
Það voru unnin fleiri góð afrek á mótinu. Bjarki Gíslason úr UFA bætti ungkarlametið í stangarstökki þegar hann fór yfir 4,82 metra og þá stökk Einar Daði Lárusson, tugþrautarmaður úr ÍR, í fyrsta skipti yfir 2,00 metra í hástökki.
Sjöþrautarstúlkan Arna Stefanía Guðmundsdóttir sigraði í fjórum greinum í 16-17 ára flokki stúlkna á mótinu og bætti sig í öllum fjórum greinunum stökk 5,77m í langstökki, hljóp 60m á 7,90 sek, 200m á 15,15 sek og 60m grindahlaup á 9,29 sek.
Kristinn Torfason setti Íslandsmet í þrístökki
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn



Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti


