Íslenski boltinn

Keflvíkingar skiluðu sextán dögum of snemma og settu met

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkurliðsins.
Willum Þór Þórsson, þjálfari Keflavíkurliðsins.

Keflavík hefur skilað fjárhagslegum leyfisgögnum sínum inn á KSÍ, fyrst félaga í Pepsi-deild. Fjárhagsleg gögn eru ársreikningur með áritun endurskoðanda ásamt öðrum viðeigandi gögnum og staðfestingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambandsins.

Félag í efstu deild hefur aldrei áður skilað fjárhagsgögnum svo snemma, enda var skiladagurinn samkvæmt leyfisreglugerðinni ekki fyrr en 20. febrúar næstkomandi. Keflvíkingar skiluðu því sextán dögum of snemma og eru greinilega með allt sitt á hreinu.

Keflvíkingar voru reyndar ekki fyrstir allra að skila fjárhagsgögnum, því Víkingur Ólafsvík, sem leikur í 1. deild, skilaði sínum gögnum 17. janúar, en ekkert félag í sögu leyfiskerfis KSÍ hafði fram að því skilað gögnum í fyrsta mánuði ársins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×