Íslenski boltinn

Selfoss lánar Jón Daði Böðvarsson til AGF

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson gekk í gær frá tveimur samningum. Hann endurnýjaði samning sinn við Selfoss til ársins 2014 og gekk svo frá lánsamningi við danska félagið AGF. Jón Daði mun spila með danska liðinu fram á vor. Þetta kom fram á á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Jón Daði Böðvarsson er 18 ára miðjumaður sem vakti mikla athygli með Selfoss í Pepsi-deild karla á síðasta tímabili. Hann var með 3 mörk og 7 stoðsendingar í 21 leik á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeild.

Jón Daði mun spila með AGF fram í apríl en snýr þá aftur í Selfossliðið þar sem hann verður í stóru hlutverki í 1. deildinni þar sem liðið reynir að endurheimta sæti sitt meðal þeirra bestu.

Jón Daði er ekki fyrsti íslenski leikmaðurinn hjá AGF en þar eru einnig fyrrum Fjölnismaðurinn Aron Jóhannsson og fyrrum Haukamaðurinn Arnar Aðalgeirsson.

AGF er í dönsku b-deildinni og Jón Daði mun reyna að hjálpa liðinu til þess að komast upp í dönsku úrvalsdeildina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×