Forstjóri Haga: Enginn á þingi ber hagsmuni neytenda fyrir brjósti Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 20:00 Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna. Um nokkra hríð hafa Samtök verslunar og þjónustu staðið í deilum við stjórnvöld vegna ólögmætrar tollálagningar á aðfluttar landbúnaðarafurðir. Samtökin telja að þegar Jón Bjarnason hafi tekið við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tollar hækkað upp úr öllu valdi, Jón hafi sett á ólöglega verðtolla í stað magntolla sem hafi leitt til þess að stórlega hafi dregið úr innflutningi. Fram kemur í skráningarlýsingu Haga í Kauphöll að vegna takmarkana á innflutningi og hárrar skattlagningar á innfluttar landbúnaðarafurðir sé staða þeirra birgja sem sjá Högum fyrir landbúnaðarvörum sérlega sterk, en innlendar landbúnaðarvörur eru um 40-45 prósent af matarkörfu heimilanna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Finnur sagði kjötverðshækkanir undanfarin misseri væru vegna hárra tolla á innfluttar afurðir, en þessar hækkanir væru langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „Það er alveg ljóst að í þessari umræðu sem kom fram um kjötverð, við settum fram dæmi sem sýndi að hækkanir á kjöti hækkaðu skuldir heimilanna vegna þess að þetta hefur áhrif á verðtryggingu og margt annað. Það var enginn þingmaður sem hafði nokkurn áhuga á þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar horft er á neytendur, það eru ekki margir sem vilja taka upp þeirra málstað," segir Finnur. Finnur segist sannfærður um að ef frjálsræði yrði aukið í verslun með kjötvörur myndi það styrkja innlendan landbúnað, rétt eins og gerðist hjá grænmetisbændum. Finnur segist hins vegar ekki sjá nokkra stefnubreytingu í þessum efnum. Engir stjórnmálamenn taki upp hanskann fyrir neytendur. „Þeir eru afgangsstærð. Við bendum á þessa hluti ítrekað en tölum fyrir daufum eyrum. Það er mjög einfalt." Það eru sérhagsmunirnir sem ráða? „Já, það er verið að vernda sérhagsmuni og það er gert á kostnað heimilanna." Viðtalið við Finn í heild sinni í nýjasta þættinum af Klinkinu má nú finna á viðskiptavef Vísis. Klinkið Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna. Um nokkra hríð hafa Samtök verslunar og þjónustu staðið í deilum við stjórnvöld vegna ólögmætrar tollálagningar á aðfluttar landbúnaðarafurðir. Samtökin telja að þegar Jón Bjarnason hafi tekið við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tollar hækkað upp úr öllu valdi, Jón hafi sett á ólöglega verðtolla í stað magntolla sem hafi leitt til þess að stórlega hafi dregið úr innflutningi. Fram kemur í skráningarlýsingu Haga í Kauphöll að vegna takmarkana á innflutningi og hárrar skattlagningar á innfluttar landbúnaðarafurðir sé staða þeirra birgja sem sjá Högum fyrir landbúnaðarvörum sérlega sterk, en innlendar landbúnaðarvörur eru um 40-45 prósent af matarkörfu heimilanna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Finnur sagði kjötverðshækkanir undanfarin misseri væru vegna hárra tolla á innfluttar afurðir, en þessar hækkanir væru langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „Það er alveg ljóst að í þessari umræðu sem kom fram um kjötverð, við settum fram dæmi sem sýndi að hækkanir á kjöti hækkaðu skuldir heimilanna vegna þess að þetta hefur áhrif á verðtryggingu og margt annað. Það var enginn þingmaður sem hafði nokkurn áhuga á þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar horft er á neytendur, það eru ekki margir sem vilja taka upp þeirra málstað," segir Finnur. Finnur segist sannfærður um að ef frjálsræði yrði aukið í verslun með kjötvörur myndi það styrkja innlendan landbúnað, rétt eins og gerðist hjá grænmetisbændum. Finnur segist hins vegar ekki sjá nokkra stefnubreytingu í þessum efnum. Engir stjórnmálamenn taki upp hanskann fyrir neytendur. „Þeir eru afgangsstærð. Við bendum á þessa hluti ítrekað en tölum fyrir daufum eyrum. Það er mjög einfalt." Það eru sérhagsmunirnir sem ráða? „Já, það er verið að vernda sérhagsmuni og það er gert á kostnað heimilanna." Viðtalið við Finn í heild sinni í nýjasta þættinum af Klinkinu má nú finna á viðskiptavef Vísis.
Klinkið Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Almannatenglar stofna fjölmiðil Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent