Vilja vísa frá tillögu um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2012 12:50 Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður. Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður.
Landsdómur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira