Vilja vísa frá tillögu um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. janúar 2012 12:50 Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður. Landsdómur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Þingmenn stjórnarflokkanna vilja koma í veg fyrir að þingsályktun um afturköllun málshöfðunar á hendur Geir Haarde fyrir Landsdómi komist á dagskrá. Þingsályktunartillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins um afturköllun ákæru á hendur Geir H. Haarde fyrir Landsdómi er á dagskrá þingsins hinn 20. desember næstkomandi, en Alþingi kemur saman á morgun. Óvíst er hvort þingmeirihluti er fyrir tillögunni, en í desember gerðu sjálfstæðismenn sér vonir um að þeir hefðu meirihluta fyrir henni en vonast eftir því að einhverjir í stjórnarflokkunum styddu hana. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vissi Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna utan þingflokka, af tillögunni áður en hún var lögð fram. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að til staðið hafi til að Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknar, Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir úr Vinstri grænum yrðu meðflutningsmenn með Bjarna að tillögunni, en samkvæmt heimildum fréttastofu varð mikil andstaða í þingflokki Samfylkingarinnar við þau áform Kristjáns til þess að hann féll frá þeim. Það mun hafa leitt til þess að þau Guðfríður Lilja og Sigurður Ingi ákvaðu að vera ekki meðflutningsmenn tillögunnar, en tekið skal fram að ekkert þeirra hafði gefið formlegt samþykki sitt fyrir stuðningi við tillöguna. Meirihluti þingflokks Framsóknar studdi þingsályktun um ákæru á hendur Geir þegar hún var lögð fram á sínum tíma en það hefur breyst mikið núna. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lagst á menn af nokkrum þunga í báðum stjórnarflokkunum, Samfylkingunni og Vinstri grænum, að styðja ekki tillögu um afturköllun ákærunnar með þeim rökum að það muni skemma fyrir ríkisstjórnarsamstarfinu verði tillagan samþykkt. Aðrir þingmenn segja að um ótengd mál sé að ræða. Það þurfi engan veginn að hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið þótt Alþingi álykti að afturkalla ákæruna. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er það rætt af nokkurri alvöru meðal stjórnarflokkanna að koma í veg fyrir að þingsályktunartillagan komist á dagskrá, en heimild er fyrir því í þingsköpum að vísa frá þingsályktunartillögu. Þá þarf að leggja fram sérstaka frávísunartillögu og verði hún samþykkt verður engin atkvæðagreiðsla um þingsályktunartillögu um afturköllun málshöfðunar. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu vilja þónokkrir þingmenn úr báðum stjórnarflokkum þessar lyktir málsins, en það skýrist væntanlega á föstudaginn næstkomandi hver niðurstaðan verður.
Landsdómur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent