Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Agnar Már Másson skrifar 26. nóvember 2025 16:47 Starfsmanni franska menningarráðuneytisins er gefið að sök að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann hafi oft fært viðtalið út svo langt væri í næstu snyrtingu. Getty Fjöldi kvenna í Frakklandi sakar starfsmann franska menningarráðuneytisins um að hafa byrlað þeim þvagræsilyf í starfsviðtali svo þær pissuðu á sig í miðju viðtali. Lögreglan rannsakar málið en hann hefur verið ákærður fyrir að mynda og byrla rúmlega 200 konum án þeirra vitneskju. Nokkrar kvennanna hafa nú opnað sig um málið í samtali við breska miðilinn Guardian. Ein þeirra, Sylvie Delezenne, rekur söguna af því þegar hún fékk skilaboð frá mannauðsfulltrúa ráðuneytisins árið 2015 inni á LinkedIn. „Það hafði verið draumur minn að vinna hjá menningarráðuneytinu,“ er haft eftir Delezenne. En upplifun hennar líktist frekar martröð en draumi. Í stað þess að fá starf hjá ráðuneytinu er hin 45 ára Delezenne ein af 240 konum sem hafa ásakað Christian Nègre, starfsmann ráðuneytisins, um að áreiti og ofbeldi. „Vissi ekki einu sinni að svona árás væri til“ Nègre er gefið að sök að hafa stundað það yfir níu ára tímabil að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk, svo sem kaffi eða te, sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann er sagður hafa gert það að vana sínum að halda viðtalinu áfram úti, til dæmis að taka konurnar í göngutúr svo langt væri í næsta salerni. Konurnar lýsa því að hafa verið í spreng og liðið illa á meðan á viðtalinu stóð. Sumar segjast hafa neyðst til þess að kasta af sér vatni á almannafæri. Aðrar segjast ekki hafa komist á snyrtingu í tæka tíð, með tilheyrandi afleiðingum. Konurnar segjast hafa fundið fyrir mikilli skömm, sem hafi haft íþyngjandi áhrif á líf þeirra. „Ég vissi ekki einu sinni að svona árás væri til,“ lýsir fyrrnefnd Delezenne í samtali við Guardian. „Tilraunir“ Ljósi var varpað á þetta ofbeldi árið 2018, í kjölfar þess að samstarfsmaður Nègre sakaði hann um að reyna að taka myndir af leggjunum á sér. Við rannsókn lögreglu kom í ljós töflureikniskjal, svo sem Excel-skjal, er nefndist „Tilraunir“ þar sem hann er sagður hafa skráð hjá sér byrlanirnar og viðbrögð kvennanna. Árið 2019 hafði Nègre verið vikið úr opinberum störfum og rannsókn hófst formlega á meintum gjörðum hans, allt frá byrlunum að kynferðisofbeldi. Vanessa Stein, lögmaður hans, segir að hann myndi ekki tjá sig um málið. Louise Beriot, lögmaður nokkurra kvenna í málinu: „Í samhengi við kynferðislegar fantasíur [...] þá snýst þetta um vald og yfirráð yfir líkömum kvennanna [...] í gegnum niðurlægingu og stjórnun.“ Málið hefur enn verið tekið fyrir af dómstólum en mál Gisèle Pelicot sem hefur heimsathygli síðustu misseri en eiginmaður hennar var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í lok síðasta árs fyrir að byrla henni ólyfjan og nauðga henni ásamt hópi banna. Frakkland Mál Dominique Pelicot Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Nokkrar kvennanna hafa nú opnað sig um málið í samtali við breska miðilinn Guardian. Ein þeirra, Sylvie Delezenne, rekur söguna af því þegar hún fékk skilaboð frá mannauðsfulltrúa ráðuneytisins árið 2015 inni á LinkedIn. „Það hafði verið draumur minn að vinna hjá menningarráðuneytinu,“ er haft eftir Delezenne. En upplifun hennar líktist frekar martröð en draumi. Í stað þess að fá starf hjá ráðuneytinu er hin 45 ára Delezenne ein af 240 konum sem hafa ásakað Christian Nègre, starfsmann ráðuneytisins, um að áreiti og ofbeldi. „Vissi ekki einu sinni að svona árás væri til“ Nègre er gefið að sök að hafa stundað það yfir níu ára tímabil að bjóða konum í starfsviðtali upp á heitan drykk, svo sem kaffi eða te, sem innihélt sterk og ólögleg þvagræsilyf svo að þær þyrftu að kasta af sér vatni. Hann er sagður hafa gert það að vana sínum að halda viðtalinu áfram úti, til dæmis að taka konurnar í göngutúr svo langt væri í næsta salerni. Konurnar lýsa því að hafa verið í spreng og liðið illa á meðan á viðtalinu stóð. Sumar segjast hafa neyðst til þess að kasta af sér vatni á almannafæri. Aðrar segjast ekki hafa komist á snyrtingu í tæka tíð, með tilheyrandi afleiðingum. Konurnar segjast hafa fundið fyrir mikilli skömm, sem hafi haft íþyngjandi áhrif á líf þeirra. „Ég vissi ekki einu sinni að svona árás væri til,“ lýsir fyrrnefnd Delezenne í samtali við Guardian. „Tilraunir“ Ljósi var varpað á þetta ofbeldi árið 2018, í kjölfar þess að samstarfsmaður Nègre sakaði hann um að reyna að taka myndir af leggjunum á sér. Við rannsókn lögreglu kom í ljós töflureikniskjal, svo sem Excel-skjal, er nefndist „Tilraunir“ þar sem hann er sagður hafa skráð hjá sér byrlanirnar og viðbrögð kvennanna. Árið 2019 hafði Nègre verið vikið úr opinberum störfum og rannsókn hófst formlega á meintum gjörðum hans, allt frá byrlunum að kynferðisofbeldi. Vanessa Stein, lögmaður hans, segir að hann myndi ekki tjá sig um málið. Louise Beriot, lögmaður nokkurra kvenna í málinu: „Í samhengi við kynferðislegar fantasíur [...] þá snýst þetta um vald og yfirráð yfir líkömum kvennanna [...] í gegnum niðurlægingu og stjórnun.“ Málið hefur enn verið tekið fyrir af dómstólum en mál Gisèle Pelicot sem hefur heimsathygli síðustu misseri en eiginmaður hennar var dæmdur í tuttugu ára fangelsi í lok síðasta árs fyrir að byrla henni ólyfjan og nauðga henni ásamt hópi banna.
Frakkland Mál Dominique Pelicot Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira