Lýtalæknar hafa neitað landlækni um upplýsingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. janúar 2012 18:45 Geir Gunnlaugsson, landlæknir Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir. PIP-brjóstapúðar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Landlæknisembættið fékk upplýsingar um það vorið 2010 að PIP-sílíkonpúðar væru síðri að gæðum en aðrir. Íslenskar konur voru ekki látnar vita. Nokkrir lýtalæknar hafa neitað landlækni um heilsufarsupplýsingar sem hann óskaði eftir. Hætt var að setja PIP-púða í konur á Íslandi árið 2010 eftir að þeir voru innkallaðir. En afhverju voru konur á Íslandi ekki látnar vita, þær sem voru með þessa púða? „Vegna þess að á þessum tíma lágu ekki fyrir neinar upplýsingar um að þessir púðar væru hættulegri en aðrir púðar," segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Embætti landlæknis hefur frá árinu 2007 haft auknar skyldur til að kalla eftir og halda saman skráningu á heilbrigðisupplýsingum. En þrátt fyrir heimild landlæknis til að fá þessar upplýsingar þá hafa sumir læknar verið tregir til að gefa þær. „Það eru dæmi þess að þeir hafa í sumum tilvikum borið því við að þeir hafi trúnað við sína skjólstæðinga og sérstaklega varðar það þá aðgerðir sem eru alfarið utan greiðsluþátttöku," segir Geir en þar undir falla fegrunaraðgerðir á brjóstum. Landlæknir reyndi á síðasta ári að ná þessum gögnum saman. Hversu margir lýtalæknar hafa ekki orðið við beiðni embættisins frá því í fyrra um að skila þessum upplýsingum? „Það voru tólf lýtalæknar sem fengu þessa beiðni. Fjórir komu með gögn sem eru til skoðunar og síðan eru þrír sem sögðu að þeir gætu ekki eða hefðu ekki hug á að leggja inn þessi gögn. Þeir fengu ítrekun en hafa ekki svarað," segir hann. Geir segist ekki geta upplýst, að svo komnu, um hvaða lækna ræðir. Jens Kjartansson lýtalæknir flutti inn PIP-púðana og setti í um fjögurhundruðogfjörutíukonur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra kvenna sem ætla í mál við hann, og eru þær nú orðnar sextíu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Jens einn þeirra lýtalækna sem hefur ekki skilað inn heilbrigðisupplýsingum um umræddar aðgerðir til Landlæknisembættisins. Jens hafnaði viðtali við fréttastofu í dag. Þar sem eftirlit með þessum brjóstaaðgerðum hefur verið lítið sem ekkert, er tryggt að skráningin hafi í raun og veru verið í samræmi við lög og reglur? „Þetta er náttúrulega eitt af þeim álitamálum sem hafa komið upp í sambandi við þessa umræðu og er klárlega eitt af þeim málum sem við munum kíkja á og fylgja eftir," segir Geir.
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira