Sigurður Ragnar: Getum ekki sett öll eggin í sömu körfuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2012 16:53 Mynd/Valli Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, staðfestir að KSÍ hafi tilkynnt Birnu Berg að hún yrði ekki valin í landsliðsverkefni í knattspyrnu fyrr en hún ákveddi að einbeita sér alfarið að knatttspyrnu. Sigurður Ragnar segir að ákvörðun Birnu um að taka vináttulandsleiki í handknattleik fram yfir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumóts hjá U19 ára landsliði kvenna í knattspyrnu hafi leitt til ákvörðunar KSÍ „Þá ræddum við saman innan KSÍ og vorum sammála um að við þyrftum að skoða fleiri kosti. Við mættum ekki setja öll eggin í sömu körfuna. Þarna var markvörður búinn að taka þá ákvörðun að velja handboltann fram yfir fótboltann þó að um aðeins vináttumót væri að ræða. Við vorum hins vegar á leið í mikilvæga keppni hjá 19 ára liðinu," sagði Sigurður Ragnar í samtali við Vísi. Sigurður segir Birnu Berg hafa verið fjórða markvörð í A-landsliðinu á eftir þeim Þóru Helgadóttur, Guðbjörgu Gunnarsdóttur og Söndru Sigurðardóttur. Það væri ekki ákjósanleg staða að geta ekki stólað á Birnu vitandi að ef upp kæmi handboltaverkefni væri sú hætta fyrir hendi að hún veldi frekar handboltann. Sigurður segir að þeir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari U19 ára landsliðs kvenna, hafi ítrekað sagt Birnu að hún þyrfti að einbeita sér að knattspyrnunni ætlaði hún sér að verða framúrskarandi á því sviði. Með því að spila handbolta 6-7 mánuði á ári væri hún að missa af undirbúningstímabilinu í knattspyrnunni og í raun spilaði hún ekki knattspyrnu nema 3-4 mánuði á ári. „Við vorum sammála því innan KSÍ að þetta væri ekki ákjósanlegt. Ég hringdi því í Birnu í haust og tilkynnti henni að hún væri mjög efnilegur markvörður sem ætti framtíðina fyrir sér. Við gætum samt ekki sett öll eggin í sömu könnuna, stólað á að hún veldi fótboltann og ekki skoðað aðra kosti. Hér eftir myndum við því velja aðra markverði á æfingar hjá U19 og A-landsliði kvenna en vonuðumst um leið til þess að hún myndi velja fótbolta. Okkur finnst hún mjög efnileg og höfum trú á að hún geti orðið mjög góður markvörður," sagði Sigurður Ragnar. Sigurður Ragnar segir allar dyr standa Birnu opnar velji hún fótboltann fram yfir handboltann. Þá um leið kæmi hún aftur til greina hvort sem er í U19 ára landsliðið eða A-landslið kvenna.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07 Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Birna Berg spilar ekki í sumar - meinað að spila með landsliðum Íslands Hand- og knattspyrnukonan Birna Berg Haraldsdóttir spilar ekki í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í sumar. Birna Berg meiddist í viðureign Fram gegn Val fyrr í janúar og nú er ljóst að fremra krossband er slitið og liðþófi rifinn. Þetta kemur fram í viðtali Birnu við fréttasíðuna sem fotbolti.net. 28. janúar 2012 14:07
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki