Ármann tapar leiknum 20-0 | Þarf að greiða sekt og allan kostnað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2012 11:03 Mynd/Vilhelm Ármenningar mættu ekki í leik á móti KFÍ í 1. deild karla í körfubolta í gær og voru heimamenn mjög ósáttir með það. Ármenningar vissu fyrir leikinn á móti KFÍ að KKÍ myndi ekki fresta leiknum sem og að þeir myndu tapa honum 20-0 og þurfa greiða sekt og allan kostnað ef þeir mættu ekki til leiks. Körfuknattleikssambandið var í samskiptum við formann Ármanns alla helgina og það fór ekkert á milli mála að leiknum yrði ekki frestað enda ekkert að færðinni. KKÍ vissi það nógu snemma á sunnudeginum að Ármann ætlaði ekki að mæta í leikinn og því voru dómarar leiksins ekki sendir af stað.Yfirlýsing frá KKÍ: Samkvæmt forsvarsmanni Ármanns treystu þeir ekki færðinni, en þeir ætluðu að keyra, og því fóru þeir ekki. Það var mat mótanefndar eftir að hafa rætt við lögreglu, Vegagerðina og Veðurstofuna að færð og aðstæður væru góðar og því var leiknum ekki frestað. Ármann tapar leiknum 20-0 fyrir að hafa ekki mætt.10. grein í reglugerð KKÍ Félag sem ekki mætir til leiks innan 15 mínútum frá auglýstum leiktíma skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar, auglýsinga og ferðalaga mótaðilans og sæta þar að auki sekt, sem nemur öllum ferðakostnaði til viðkomandi leikstaðar en þó aldrei lægri upphæð en kr. 50.000,00 í meistaraflokki en 20.000 í yngri flokkum sem rennur til KKÍ. Það lið sem mætir ekki til leiks telst hafa tapað leiknum samkvæmt reglum FIBA hverju sinni. Skulu hinir skipuðu dómarar kveðja ritara til sem vitni og gefa skýrslu til KKÍ innan 24 stunda að leikur hafi ekki farið fram og tilgreina ástæðu. Lið sem mætir ólöglega skipað til leiks og félag sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni telst hafa tapað leiknum í samræmi við reglur FIBA hverju sinni. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. 30. janúar 2012 08:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Ármenningar mættu ekki í leik á móti KFÍ í 1. deild karla í körfubolta í gær og voru heimamenn mjög ósáttir með það. Ármenningar vissu fyrir leikinn á móti KFÍ að KKÍ myndi ekki fresta leiknum sem og að þeir myndu tapa honum 20-0 og þurfa greiða sekt og allan kostnað ef þeir mættu ekki til leiks. Körfuknattleikssambandið var í samskiptum við formann Ármanns alla helgina og það fór ekkert á milli mála að leiknum yrði ekki frestað enda ekkert að færðinni. KKÍ vissi það nógu snemma á sunnudeginum að Ármann ætlaði ekki að mæta í leikinn og því voru dómarar leiksins ekki sendir af stað.Yfirlýsing frá KKÍ: Samkvæmt forsvarsmanni Ármanns treystu þeir ekki færðinni, en þeir ætluðu að keyra, og því fóru þeir ekki. Það var mat mótanefndar eftir að hafa rætt við lögreglu, Vegagerðina og Veðurstofuna að færð og aðstæður væru góðar og því var leiknum ekki frestað. Ármann tapar leiknum 20-0 fyrir að hafa ekki mætt.10. grein í reglugerð KKÍ Félag sem ekki mætir til leiks innan 15 mínútum frá auglýstum leiktíma skal greiða allan kostnað af leiknum vegna dómara, vallar, auglýsinga og ferðalaga mótaðilans og sæta þar að auki sekt, sem nemur öllum ferðakostnaði til viðkomandi leikstaðar en þó aldrei lægri upphæð en kr. 50.000,00 í meistaraflokki en 20.000 í yngri flokkum sem rennur til KKÍ. Það lið sem mætir ekki til leiks telst hafa tapað leiknum samkvæmt reglum FIBA hverju sinni. Skulu hinir skipuðu dómarar kveðja ritara til sem vitni og gefa skýrslu til KKÍ innan 24 stunda að leikur hafi ekki farið fram og tilgreina ástæðu. Lið sem mætir ólöglega skipað til leiks og félag sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni telst hafa tapað leiknum í samræmi við reglur FIBA hverju sinni.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. 30. janúar 2012 08:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Í beinni: Tottenham - Liverpool | Hart barist í London Enski boltinn Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Fleiri fréttir Í beinni: Þór Ak. - Keflavík | Einu liðin með fullkominn heimavöll Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Sjá meira
Ármann mætti ekki til leiks - Ísfirðingar ósáttir Ekkert varð af viðureign KFÍ og Ármanns sem fram átti að fara í 1. deild karla í körfuknattleik á Ísafirði í gærkvöld. Á heimasíðu KFÍ kemur fram að um forkastanleg vinnubrögð Ármenninga sé að ræða. Þjálfari Ármanns segir að ekki hafi verið fært vestur. 30. janúar 2012 08:30