Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 01:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira