Lætin í kringum Luis Suarez og Patrice Evra um helgina verða krufin til mergjar í íþróttaþættinum Boltinn á X-inu 977 á eftir. Þátturinn er á milli ellefu og tólf.
Þáttastjórnendur dagsins, Benedikt Bóas Hinriksson og Elvar Geir Magnússon, munu ræða ítarlega um kynþáttafordóma í þættinum en gestur þáttarins er Pape Mamadou Faye, leikmaður Grindavíkur.
Hægt er að hlusta á X-ið í beinni hér.
Kynþáttafordómar í brennidepli í Boltanum á X-inu
