Umfjöllun og viðtöl: Haukar - FH 22-14 | Haukar í bikarúrslitin Kolbeinn Tumi Daðason í Schenker-höllinni skrifar 12. febrúar 2012 14:30 Haukar eru komnir í úrslit Eimskipsbikarsins í handknattleik eftir sigur á erkifjendunum í FH. Lokatölurnar urðu 22-14 eftir að staðan í hálfleik var 10-10. Vörn og markvarsla Arons Rafns Eðvarssonar í síðari hálfleik lögðu grunninn að sigri Hauka. FH-ingar skoruðu aðeins fjögur mörk í síðari hálfleiknum. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að það var meira undir í þessum leik en í viðureign liðanna í deildinni fyrr í vikunni. Báðar varnir gengu vasklega fram sem gerði nokkuð taugatrekkum sóknarmönnum beggja liða erfitt fyrir. Þá vantaði ekki lætin í stúkunni og lét stuðningsmenn á báðum hliðum vel í sér heyra. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en um hann miðjan náðu Haukarnir tveggja marka forystu sem þeim hélst nokkuð þægilega á. Mest var forystan þrjú mörk en FH-ingarnir sýndu styrk undir lok hálfleiksins og jöfnuðu loks 10-10. Sú var staðan er gengið var til búningsherbergja. Umdeilt atvik átti sér stað seint í fyrri hálfleik. Þá varði Daníel Freyr víti frá Stefáni Rafni með höfðinu. Boltinn sneiddi höfuð Daníels og skoppaði af því yfir markið. FH-ingar vildu að Stefán fengi rautt spjald fyrir að skjóta í höfuð markvarðar úr vítakasti en dómararnir voru ekki sammála. Óhætt er að segja að leikurinn hafi tekið óvænta stefnu í síðari hálfleik. Aron Rafn kom í mark Haukanna og við tók löng bið FH-inga eftir marki. Fyrsta mark þeirra í hálfleiknum kom eftir 13 mínútna leik og það næsta eftir 23 mínútna leik þegar þeir minnkuðu muninn í 18-12. Þegar upp var staðið í síðari hálfleiknum hafði FH aðeins skorað fjögur mörk sem dugar ekki til að vinna handboltaleik. Haukar lönduðu öruggum sigri 22-14 og eru komnir í bikarúrslit. Það kemur í ljós annað kvöld hvort andstæðingar Hauka í úrslitum verða HK eða Fram. Aron Rafn: Aldrei verið jafnspenntur fyrir leik FH„Á mínum yngri árum var ég pirraður að byrja ekki leikina. Ég held að það hafi bara þroskast af mér. Nú reyni ég að vera á tánum. Þegar þú kemur inn af bekknum þarftu að standa þig því oftast hefur hinn markvörðurinn ekki verið að standa sig," sagði Aron Rafn og hrósaði Birki fyrir hans frammistöðu fram að brottvísuninni. „Birkir er klassa markvörður og var góður í dag eins og á fimmtudaginn. Hann hegðaði sér reyndar ekki eins og reynslumesti maður vallarins þegar hann sagði dómurunum til syndanna undir lok fyrri hálfleiksins," sagði Aron Rafn í gamansömum tón en brottvísun Birkis Ívars varð til þess að Aron kom inn á. FH skoraði aðeins fjögur mörk í öllum seinni hálfleiknum. Ótrúlega lágt markaskor í nútíma handbolta. „Vörnin var fáránlega góð. Freysi, Matti, Svenni, Stebbi og Gylfi, það voru bara allir fáránlega góðir og staðráðnir að vinna þennan leik. Við gáfum okkur alla í leikinn vitandi það að þetta væri úrslitaleikur. Það verður gaman að spila í Laugardalshöllinni," sagði Aron sem var ánægður með að kvitta fyrir tapið gegn FH í deildinni á fimmtudag. „Ég svaf bara í þrjá tíma nóttina eftir tapið á fimmtudaginn, ég var svo svekktur. Ég held ég hafi aldrei verið jafnspenntur fyrir leik gegn FH að geta svarað fyrir þann leik," sagði maður leiksins. Andri Berg: Aron ver hreinlega alltÞjálfarar og leikmenn FH voru fljótir að koma sér inn í klefa í leikslok. Andri Berg Haraldsson gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. Liðin mættust í deildinni á fimmtudag og var staðan í hálfleik þá 10-10 líkt og nú. Þá tóku FH-ingar völdin í síðari hálfleik en áttu ekkert svar í dag. „Þetta snerist við. Við áttum seinni hálfleikinn síðast en þeir núna. Aron ver hreinlega allt í markinu, reyndar ekki góð skot hjá okkur en þeir ganga bara á lagið," sagði Andri Berg. Leikmenn FH gerðu sig seka um ótal mistök í sóknarleiknum. Þeir töpuðu boltanum á klaufalegan hátt og náðu ekki að skapa sér góð færi. Andri var ekki viss um að hjartslátturinn hefði verið örari í þessum leik vegna þess hvað var í húfi. „Þessir Hafnarfjarðarleikir eru auðvitað svakalegir en við ætluðum bara að vinna þennan leik eins og þann seinasta. Það var kannski meira í húfi en þeir voru bara betri," sagði Andri Berg. „Þetta var stirrt hjá okkur í sókninni og þeir ganga á lagið í vörninni. Svo ver hann auðvitað allt í markinu," sagði Andri sem var beðinn um að finna eitthvað jákvætt við frammistöðu FH-inga. „Markvarslan er alltaf góð hjá okkur og vörnin þokkaleg. En þegar sóknarleikurinn er svona þarf vörnin að vera ennþá betri," sagði Andri sem segir leiðinlegt að komast ekki í bikarúrslit en enn verra að Haukar fari þangað í þeirra stað. „Já, það er ömurlegt. Það verður bara að halda með hinu liðinu sem verður vonandi Fram." Aron Kristjáns: Erfitt að ákveða hver byrjar í markinu„Ég vil fyrst og fremst hrósa liðinu fyrir frábæra baráttu. Við hirðum alla lausa bolta, vörnin er mjög þétt og markverðirnir vörðu mun betur en á fimmtudaginn," sagði kampakátur Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Því má ekki gleyma að Daníel varði vel í FH-markinu. Við töluðum samt mikið um að þora að taka færin okkar, halda áfram öguðum leik og ekki láta það á okkur fá þó hann væri að verja. Það var auðvitað mjög ánægjulegt," sem gat þó ekki annað en hrósað Aroni Rafni sérstaklega. Aron Rafn stóð vaktina í marki Hauka í síðari hálfleik og því sem næst lokaði því. Aron þjálfari sagði að sér hefði verið vandi á höndum fyrir leikinn að ákveða hvor markvörðurinn myndi byrja. „Okkur var vandi á höndum fyrir leikinn að ákveða hvor markvörðurinn ætti að byrja. Það liggur við að það þurfti að kasta upp peningi," sagði Aron sem játaði því að valið yrði líklega ekki jafnerfitt fyrir næsta leik. Hann minnti þó á að Birkir hefði staðið vaktina vel í fyrri hálfleik þegar liðið fékk aðeins á sig tíu mörk. „Það má segja Aroni til hróss að hann er orðinn miklu betri í því að koma inn á í leikjum. Hann vantaði það en hefur bætt sig mikið í því í vetur. Ef þú ert í sterku markvarðarteymi þarftu að geta það líka," sagið Aron sem á sér engan óskamótherja. HK og Fram mætast í síðari undanúrslitaviðureigninni á morgun. „Megi betra liðið vinna," sagði Aron.Mynd/Vilhelm Gunnarsson Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira
Haukar eru komnir í úrslit Eimskipsbikarsins í handknattleik eftir sigur á erkifjendunum í FH. Lokatölurnar urðu 22-14 eftir að staðan í hálfleik var 10-10. Vörn og markvarsla Arons Rafns Eðvarssonar í síðari hálfleik lögðu grunninn að sigri Hauka. FH-ingar skoruðu aðeins fjögur mörk í síðari hálfleiknum. Það var ljóst frá fyrstu mínútu að það var meira undir í þessum leik en í viðureign liðanna í deildinni fyrr í vikunni. Báðar varnir gengu vasklega fram sem gerði nokkuð taugatrekkum sóknarmönnum beggja liða erfitt fyrir. Þá vantaði ekki lætin í stúkunni og lét stuðningsmenn á báðum hliðum vel í sér heyra. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn en um hann miðjan náðu Haukarnir tveggja marka forystu sem þeim hélst nokkuð þægilega á. Mest var forystan þrjú mörk en FH-ingarnir sýndu styrk undir lok hálfleiksins og jöfnuðu loks 10-10. Sú var staðan er gengið var til búningsherbergja. Umdeilt atvik átti sér stað seint í fyrri hálfleik. Þá varði Daníel Freyr víti frá Stefáni Rafni með höfðinu. Boltinn sneiddi höfuð Daníels og skoppaði af því yfir markið. FH-ingar vildu að Stefán fengi rautt spjald fyrir að skjóta í höfuð markvarðar úr vítakasti en dómararnir voru ekki sammála. Óhætt er að segja að leikurinn hafi tekið óvænta stefnu í síðari hálfleik. Aron Rafn kom í mark Haukanna og við tók löng bið FH-inga eftir marki. Fyrsta mark þeirra í hálfleiknum kom eftir 13 mínútna leik og það næsta eftir 23 mínútna leik þegar þeir minnkuðu muninn í 18-12. Þegar upp var staðið í síðari hálfleiknum hafði FH aðeins skorað fjögur mörk sem dugar ekki til að vinna handboltaleik. Haukar lönduðu öruggum sigri 22-14 og eru komnir í bikarúrslit. Það kemur í ljós annað kvöld hvort andstæðingar Hauka í úrslitum verða HK eða Fram. Aron Rafn: Aldrei verið jafnspenntur fyrir leik FH„Á mínum yngri árum var ég pirraður að byrja ekki leikina. Ég held að það hafi bara þroskast af mér. Nú reyni ég að vera á tánum. Þegar þú kemur inn af bekknum þarftu að standa þig því oftast hefur hinn markvörðurinn ekki verið að standa sig," sagði Aron Rafn og hrósaði Birki fyrir hans frammistöðu fram að brottvísuninni. „Birkir er klassa markvörður og var góður í dag eins og á fimmtudaginn. Hann hegðaði sér reyndar ekki eins og reynslumesti maður vallarins þegar hann sagði dómurunum til syndanna undir lok fyrri hálfleiksins," sagði Aron Rafn í gamansömum tón en brottvísun Birkis Ívars varð til þess að Aron kom inn á. FH skoraði aðeins fjögur mörk í öllum seinni hálfleiknum. Ótrúlega lágt markaskor í nútíma handbolta. „Vörnin var fáránlega góð. Freysi, Matti, Svenni, Stebbi og Gylfi, það voru bara allir fáránlega góðir og staðráðnir að vinna þennan leik. Við gáfum okkur alla í leikinn vitandi það að þetta væri úrslitaleikur. Það verður gaman að spila í Laugardalshöllinni," sagði Aron sem var ánægður með að kvitta fyrir tapið gegn FH í deildinni á fimmtudag. „Ég svaf bara í þrjá tíma nóttina eftir tapið á fimmtudaginn, ég var svo svekktur. Ég held ég hafi aldrei verið jafnspenntur fyrir leik gegn FH að geta svarað fyrir þann leik," sagði maður leiksins. Andri Berg: Aron ver hreinlega alltÞjálfarar og leikmenn FH voru fljótir að koma sér inn í klefa í leikslok. Andri Berg Haraldsson gaf sér þó tíma til að ræða við blaðamann. Liðin mættust í deildinni á fimmtudag og var staðan í hálfleik þá 10-10 líkt og nú. Þá tóku FH-ingar völdin í síðari hálfleik en áttu ekkert svar í dag. „Þetta snerist við. Við áttum seinni hálfleikinn síðast en þeir núna. Aron ver hreinlega allt í markinu, reyndar ekki góð skot hjá okkur en þeir ganga bara á lagið," sagði Andri Berg. Leikmenn FH gerðu sig seka um ótal mistök í sóknarleiknum. Þeir töpuðu boltanum á klaufalegan hátt og náðu ekki að skapa sér góð færi. Andri var ekki viss um að hjartslátturinn hefði verið örari í þessum leik vegna þess hvað var í húfi. „Þessir Hafnarfjarðarleikir eru auðvitað svakalegir en við ætluðum bara að vinna þennan leik eins og þann seinasta. Það var kannski meira í húfi en þeir voru bara betri," sagði Andri Berg. „Þetta var stirrt hjá okkur í sókninni og þeir ganga á lagið í vörninni. Svo ver hann auðvitað allt í markinu," sagði Andri sem var beðinn um að finna eitthvað jákvætt við frammistöðu FH-inga. „Markvarslan er alltaf góð hjá okkur og vörnin þokkaleg. En þegar sóknarleikurinn er svona þarf vörnin að vera ennþá betri," sagði Andri sem segir leiðinlegt að komast ekki í bikarúrslit en enn verra að Haukar fari þangað í þeirra stað. „Já, það er ömurlegt. Það verður bara að halda með hinu liðinu sem verður vonandi Fram." Aron Kristjáns: Erfitt að ákveða hver byrjar í markinu„Ég vil fyrst og fremst hrósa liðinu fyrir frábæra baráttu. Við hirðum alla lausa bolta, vörnin er mjög þétt og markverðirnir vörðu mun betur en á fimmtudaginn," sagði kampakátur Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, í leikslok. „Því má ekki gleyma að Daníel varði vel í FH-markinu. Við töluðum samt mikið um að þora að taka færin okkar, halda áfram öguðum leik og ekki láta það á okkur fá þó hann væri að verja. Það var auðvitað mjög ánægjulegt," sem gat þó ekki annað en hrósað Aroni Rafni sérstaklega. Aron Rafn stóð vaktina í marki Hauka í síðari hálfleik og því sem næst lokaði því. Aron þjálfari sagði að sér hefði verið vandi á höndum fyrir leikinn að ákveða hvor markvörðurinn myndi byrja. „Okkur var vandi á höndum fyrir leikinn að ákveða hvor markvörðurinn ætti að byrja. Það liggur við að það þurfti að kasta upp peningi," sagði Aron sem játaði því að valið yrði líklega ekki jafnerfitt fyrir næsta leik. Hann minnti þó á að Birkir hefði staðið vaktina vel í fyrri hálfleik þegar liðið fékk aðeins á sig tíu mörk. „Það má segja Aroni til hróss að hann er orðinn miklu betri í því að koma inn á í leikjum. Hann vantaði það en hefur bætt sig mikið í því í vetur. Ef þú ert í sterku markvarðarteymi þarftu að geta það líka," sagið Aron sem á sér engan óskamótherja. HK og Fram mætast í síðari undanúrslitaviðureigninni á morgun. „Megi betra liðið vinna," sagði Aron.Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Íslenski handboltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur Sjá meira