Webber er undir smásjánni hjá Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 27. febrúar 2012 19:00 Mark Webber ætlar að gera allt til að halda sæti sínu hjá Red Bull, en hann þarf að sigra Vettel sem gæti reynst erfitt. nordicphotos/afp Mark Webber, ástralski ökumaður Red Bull, segist ekki leiða hugann að öllum keppnautum sínum sem vilja sæti hans fyrir árið 2013. "Það mikilvægasta fyrir Mark Webber þessa stundina er að einbeita sér að sjálfum sér," sagði Mark um sjálfan sig. "Ég stjórna hinum ekki svo ég verð bara að hugsa um sjálfan mig." "Þegar þú ert fremstur í Formúlu 1 er árangur þinn alltaf undir smásjá. Hver beygja er greind og ef liðið kann ekki meta stílinn þinn þá ertu á útleið, hver sem tekur svo við af þér." Mikið hefur verið fjallað um framtíð Webbers hjá heimsmeistaraliðinu og er nú svo komið að sæti Webbers sé orið svo heitt að standi hann sig ekki í heimsmeistarakeppninni í ár láti liðið hann fara. Liðsfélaginn Sebastian Vettel lét hann líta mjög illa út í fyrra með því að sigra hann 16-3 í tímatökum og á endanum verða heimsmeistari, 134 stigum á undan Webber. Þeir ökumenn sem líklegir þykja til að taka við af Webber eru Daniel Ricciardo eða Jean-Eric Vergne sem nú eru hjá Torro Rosso, systurliði Red Bull á Ítalíu. Þá hefur verið fjallað um framtíð Lewis Hamilton hjá McLaren og sagt að skaffi liðið honum ekki titilhæfum bíl í ár muni hann róa á önnur mið í lok árs. Skemmst er að minnast lítils fundar Christian Horner, liðstjóra Red Bull, og Lewis Hamilton í Kanada í fyrra. Eftir þann fund fullyrti breska pressan að Lewis myndi aka fyrir Red Bull og að framtíð Webbers hjá Red Bull væri engin. Formúla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Mark Webber, ástralski ökumaður Red Bull, segist ekki leiða hugann að öllum keppnautum sínum sem vilja sæti hans fyrir árið 2013. "Það mikilvægasta fyrir Mark Webber þessa stundina er að einbeita sér að sjálfum sér," sagði Mark um sjálfan sig. "Ég stjórna hinum ekki svo ég verð bara að hugsa um sjálfan mig." "Þegar þú ert fremstur í Formúlu 1 er árangur þinn alltaf undir smásjá. Hver beygja er greind og ef liðið kann ekki meta stílinn þinn þá ertu á útleið, hver sem tekur svo við af þér." Mikið hefur verið fjallað um framtíð Webbers hjá heimsmeistaraliðinu og er nú svo komið að sæti Webbers sé orið svo heitt að standi hann sig ekki í heimsmeistarakeppninni í ár láti liðið hann fara. Liðsfélaginn Sebastian Vettel lét hann líta mjög illa út í fyrra með því að sigra hann 16-3 í tímatökum og á endanum verða heimsmeistari, 134 stigum á undan Webber. Þeir ökumenn sem líklegir þykja til að taka við af Webber eru Daniel Ricciardo eða Jean-Eric Vergne sem nú eru hjá Torro Rosso, systurliði Red Bull á Ítalíu. Þá hefur verið fjallað um framtíð Lewis Hamilton hjá McLaren og sagt að skaffi liðið honum ekki titilhæfum bíl í ár muni hann róa á önnur mið í lok árs. Skemmst er að minnast lítils fundar Christian Horner, liðstjóra Red Bull, og Lewis Hamilton í Kanada í fyrra. Eftir þann fund fullyrti breska pressan að Lewis myndi aka fyrir Red Bull og að framtíð Webbers hjá Red Bull væri engin.
Formúla Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira