Kipyego fyrstur í mark | Vonbrigði hjá Gebrselassie Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:45 Kipyego kemur fyrstur í mark í kuldalegri Tókíó í nótt. Nordic Photos / Getty Images Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja. Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira
Keníumaðurinn Michael Kipyego kom fyrstur í mark í Tókíó maraþoninu sem fram fór í nótt. Kipyego, sem áður keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi, hljóp á tímanum 2:07:37 klst. Það var nokkuð kalt en fínar aðstæður til hlaups í Tókíó. Eþíópíumaðurinn Haile Gebrselassi ætlaði sér stóra hluti í hlaupinu en markmið hans er að komast í Ólympíulið þjóðar sinnar í London í sumar. Útlitið var gott hjá Gebrselassi lengi vel en þegar fjórir kílómetrar voru fór Kipyego fram úr honum. Eþíópíumaðurinn hafnaði að lokum í fjórða sæti á slakari tíma en hann reiknaði með. Tíminn sem hlaupagoðsögnin hefur til þess að tryggja sæti sitt í Ólymíuliðinu er að hlaupa frá honum. Þrír landar hans hlupu á undir 2:05:00 í Dubai maraþoninu í janúar. „Ég gæti hlaupið maraþon eftir tvær vikur. Mér leið frábærlega fyrstu 30 kílómetrana en átti svo við vandamál að stríða í lok hlaupsins," sagði Gebrselassie sem sagði síðustu fimm kílómetrana þá verstu sem hann hefði nokkru sinni hlaupið. Gebrselassie lauk keppni á tímanum 2:08:17 klst. Hann hafði sett stefnuna á tíma undir 2:05:00 klst. Kipyego var hæstánægður með sigurinn og stoltur af því að hafa haft betur í baráttu við Eþíópíubúann sem var handhafi heimsmetsins í greininni þar til fyrir fimm mánuðum. Þá hljóp Keníumaðurinn Patrick Makau á 2:03:38 klst í Berlín. „Ég vann í dag en það getur enginn borið sig saman við Haile. Hann er konungur maraþonhlauparinn. Ég hneigi mig fyrir honum," sagði hinn 28 ára gamli Keníamaður. Heimamaðurinn Arata Fujiwara hafnaði öðru sæti og Stephen Kiprotich frá Úganda í því þriðja.
Erlendar Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Sjá meira