Wernbloom tryggði Moskvumönnum jafntefli gegn Real Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. febrúar 2012 13:16 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Svíinn Pontus Wernbloom var hetja CSKA Moskvu í kvöld er hann tryggði sínum mönnum 1-1 jafntefli gegn Real Madrid á lokamínútum leiks liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Cristiano Ronaldo hafði komið Real yfir í fyrri hálfleik og leit lengi vel út fyrir að það myndi reynast sigurmark leiksins. En annað kom á daginn. Wernbloom, sem gekk nýverið til liðs við Moskvuliðið, skoraði markið með skoti eftir snarpa sókn heimamanna. Það var ískalt á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu í kvöld og leikið á gervigrasi. CSKA byrjaði vel í leiknum og spilaði ágætlega í fyrri hálfleik, en án þess þó að skapa sér mörg hættuleg færi. Real lenti í vandræðum snemma leiks því Karim Benzema meiddist og þurfti að fara af velli. Gonzalo Higuain kom inn á í hans stað og var reyndar næstum búinn að koma Real yfir stuttu síðar. Markvörður Moskvumanna, Sergei Chepchugov, sá hins vegar við honum. Markið kom svo á 27. mínútu og verður að skrifast á miðjumanninn Zoran Tosic. Honum mistókst að hreinsa fyrirgjöf Fabio Coentrao almennilega frá markinu og féll boltinn beint fyrir fætur Ronaldo. Hann lét ekki bjóða sér tækifærið tvisvar og skoraði með góðu skoti. Real sótti nokkuð í upphafi seinni hálfleiks og voru nærri því að skora en heimamenn, sem fengu þó sín færi einnig. Um stundarfjórðungi fyrir leikslok komst Ronaldo í gott færi eftir sendingu Xabi Alonso en Chepchugov varði mjög vel frá honum. Átti það eftir að reynast dýrmætt fyrir Rússana. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli en Real verður að teljast sigurstranglegri aðilinn í rimmunni enda á liðið eftir seinni leikinn á heimavelli.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu