Körfubolti

Mikil spenna fyrir lokaumferðina í 1. deild karla í körfu

Pétur Sigurðsson þjálfari KFÍ fer hér yfir málin með leikmönnum liðsins.
Pétur Sigurðsson þjálfari KFÍ fer hér yfir málin með leikmönnum liðsins. kfi.is
Lokaumferðin næst efstu deildar karla í körfubolta fer fram fram í kvöld. Skagamenn og Breiðablik eiga bæði möguleika á að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti deildarinnar. KFÍ hefur nú þegar tryggt sér úrvalsdeildarsæti en liðið er deildarmeistari og fá Ísfirðingar deildarmeistarabikarinn og verðlaun í kvöld eftir leik liðsins gegn Skallagrím úr Borgarnesi.

Staðan í deildinni fyrir lokaumferðina er þannig að KFÍ er með 32 stig, Skallagrímur 24, Höttur 22, Hamar 22, ÍA 16 og Breiðablik 16.

Staðan er sú að ÍA á útileik gegn Ármanni. Á sama tíma eigast við Höttur og Breiðablik á Egilsstöðum. ÍA þarf að vinna sinn leik eða að treysta á að Breiðablik tapi sínum. Þá fara þeir í úrslit. Breiðablik þarf á móti að vinna sinn leik og treysta á að ÍA tapi sínum leik til að fara upp fyrir ÍA. Þar vegur þungt 28 stiga sigur ÍA gegn Blikum í síðari leik þessara liða þar sem ÍA tók innbyrðisviðureignir liðanna.

Þór Akureyri gæti jafnað liðin að stigum með sigri ef ÍA og Breiðablik tapa en standa verst innbyrðis milli þessara þriggja og því ekki lengur möguleika á að fara í úrslit.

Skallagrímur, Höttur og Hamar gætu endað jöfn að stigum eftir leiki kvöldsins. KFÍ leika gegn Skallagrím, Höttur leikur gegn Breiðablik og Hamar leikur við ÍG. Ef það gerist að Skallagrímur tapar og Hamar og Höttur vinna sína leiki verða þau öll með 24 stig.

Þá mun Höttur lenda í 2. sæti (með 3 sigra í innbyrðisdeild þessara þriggja liða), Skallagrímur í 3. sæti með tvo sigra og Hamar í því fjórða með 1 sigur.

Fyrir lokaumferðina er ljóst að nýliðar ÍG eru fallnir sem og lið Ármanns og ættu þau tvö að öllu óbreyttu að leika í 2. deild að ári. (heimild KKÍ.)

Leikir kvöldsins:

18:30     Höttur - Breiðablik Egilsstaðir   

19:15     Ármann - ÍA Kennaraháskólinn

19:15     Þór Ak. - FSu     Höllin Ak

19:15     ÍG - Hamar     Grindavík

19:15     KFÍ- Skallagrímur     Ísafjörður




Fleiri fréttir

Sjá meira


×