Handbolti

Rúnar tryggði Bergische mikilvægan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu.
Rúnar fagnar marki í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/AP
Rúnar Kárason var hetja Bergischer HC er hann tryggði sínum mönnum nauman sigur á Wetzlar, 23-22, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar skoraði sigurmarkið sextán sekúndur fyrir leikslok en Wetzlar tókst ekki að jafna metin í lokasókn leiksins. Rúnar skoraði alls fjögur mörk í leiknum. Kári Kristján Kristjánsson skoraði tvö mörk fyrir Wetzlar.

Þetta var afar mikilvægur sigur fyrir Bergischer sem er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með fjórtán stig, rétt eins og Gummersbach sem er sæti ofar. Wetzlar er svo í fjórtánda sæti með sextán stig.

Sverre Andreas Jakobsson var í liði Grosswallstadt sem tapaði fyrir Flensburg á útivelli í dag, 35-25. Grosswallstadt er í ellefta stæi með sautján stig en Flensburg í því þriðja með 33 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×