Handbolti

Ágúst hættur hjá Levanger

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stjórn norska handboltaliðsins Levanger hefur ákveðið að segja Ágústi Jóhannssyni upp störfum hjá félaginu. Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og er félagið í mikilli fallbaráttu.

Þetta kom fram á Sport.is í dag en Ágúst var búinn að gefa út fyrir nokkru að hann myndi ekki halda áfram hjá félaginu að tímabilinu loknu. Hann hættir því aðeins fyrr en áætlað var.

Sem stendur er Levanger í þriðja neðsta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir. Aðeins eitt stig skilur að neðstu þrjú liðin. Neðstu tvö falla en liðið í þriðja neðsta sæti þarf að fara í umspil um úrvalsdeildarsæti.

Óvíst er hvað Ágúst tekur sér fyrir hendur en hann er nú þjálfari íslenska kvennalandsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×