Lið & ökumenn: Red Bull, McLaren og Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2012 17:00 Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Red Bull RacingSíðan árið 2005 hefur Red Bull tekið þátt í Formúlu 1 og hefur liðstjóranum Christian Horner tekist að byggja upp ógnarsterkt lið. Með Adrian Newey, sigursælast hönnuð í mótaröðinni, innanborðs er liðið talið lang sigurstranglegast á ráslínunni. Ekki skemmir að hafa Sebastian Vettel sem mætir fílelfdur til leiks í leit að þriðja heimsmeistaratitli sínum í röð. Mark Webber mun þó reyna að sjá til þess að takmark Vettels mistakist - allavega á meðan hann sjálfur á möguleik á titlinum. Undirbúningstímabil liðsins hefur þó verið nokkuð strembið og eru margar vísbendingar um að yfirburðir liðsins verði alls ekki eins miklir og þeir voru í fyrra. Mark Webber sagði við fjölmiðla í Ástralíu í vikunni að Red Bull liðið hefði veikleika. Hvort hér sé aðeins um hernaðarbrögð að ræða verður ekki fullyrt hér. Vodafone McLaren MercedesMeð Jenson Button og Lewis Hamilton um borð ætti McLaren að geta veitt Red Bull mestu samkeppnina í ár. Báðir ökumenn liðsins hafa orðið heimsmeistarar. Raunar fékk Jenson Button flest stig allra seinni hluta tímabilsins í fyrra. Lewis Hamilton upplifði hins vegar sitt erfiðasta tímabil á ferlinum. Fjölmiðlar hafa skrifað erfiðleika Hamiltons á einkalífið sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel síðan hann varð heimsmeistari árið 2008. Hann kemur þó vel undan vetri, hefur fengið ráðrúm til að hreinsa hugann og ætti að geta fullnýtt ótrúlega hæfileika sína í titilbaráttunni. Þá lítur bíllinn vel út, árennilegur og áreiðanlegur. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og gefur von um góða byrjun McLaren liðsins í ár. Scuderia Ferrari MarlboroErfiðleikar með rótæka hönnun F2012 bílsins hafa plagað Ferrari liðið í ár. Útlit er fyrir að liðið verði í eltingaleik við Red Bull, McLaren og Mercedes í byrjun tímabils. Ekki má þó gleyma að Fernando Alonso hefur áður sýnt að hann getur framkvæmt galdra í hvaða ökutæki sem er. Þannig sigraði hann í Silverstone í fyrra á misheppnuðum Ferrari bíl. Árið verður hins vegar mikilvægt fyrir framtíð Felipe Massa hjá liðinu. Massa hefur ekki náð sér á strik eftir að hafa lent í alvarlegu óhappi í Ungverjalandi árið 2010. Síðan þá hefur árangurinn ekki verið Ferrari til sóma. Má Massa fara að óttast að fá ekki endurnýjaðan samning við ítalska risann standi hann sig ekki ár. Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. Alls munu tólf lið ræsa í Ástralíu. Þau eru Red Bull, McLaren, Ferrari, Mercedes, Lotus, Force India, Sauber, Torro Rosso, Williams, Caterham, HRT og Marussia. Tímabilið spannar 20 mót og hafa þau aldrei verið fleiri á einu tímabili. Viku eftir ástralska kappaksturinn er flogið til Malasíu og ekið á Sepang brautinni. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri. Red Bull RacingSíðan árið 2005 hefur Red Bull tekið þátt í Formúlu 1 og hefur liðstjóranum Christian Horner tekist að byggja upp ógnarsterkt lið. Með Adrian Newey, sigursælast hönnuð í mótaröðinni, innanborðs er liðið talið lang sigurstranglegast á ráslínunni. Ekki skemmir að hafa Sebastian Vettel sem mætir fílelfdur til leiks í leit að þriðja heimsmeistaratitli sínum í röð. Mark Webber mun þó reyna að sjá til þess að takmark Vettels mistakist - allavega á meðan hann sjálfur á möguleik á titlinum. Undirbúningstímabil liðsins hefur þó verið nokkuð strembið og eru margar vísbendingar um að yfirburðir liðsins verði alls ekki eins miklir og þeir voru í fyrra. Mark Webber sagði við fjölmiðla í Ástralíu í vikunni að Red Bull liðið hefði veikleika. Hvort hér sé aðeins um hernaðarbrögð að ræða verður ekki fullyrt hér. Vodafone McLaren MercedesMeð Jenson Button og Lewis Hamilton um borð ætti McLaren að geta veitt Red Bull mestu samkeppnina í ár. Báðir ökumenn liðsins hafa orðið heimsmeistarar. Raunar fékk Jenson Button flest stig allra seinni hluta tímabilsins í fyrra. Lewis Hamilton upplifði hins vegar sitt erfiðasta tímabil á ferlinum. Fjölmiðlar hafa skrifað erfiðleika Hamiltons á einkalífið sem hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel síðan hann varð heimsmeistari árið 2008. Hann kemur þó vel undan vetri, hefur fengið ráðrúm til að hreinsa hugann og ætti að geta fullnýtt ótrúlega hæfileika sína í titilbaráttunni. Þá lítur bíllinn vel út, árennilegur og áreiðanlegur. Undirbúningstímabilið hefur gengið vel og gefur von um góða byrjun McLaren liðsins í ár. Scuderia Ferrari MarlboroErfiðleikar með rótæka hönnun F2012 bílsins hafa plagað Ferrari liðið í ár. Útlit er fyrir að liðið verði í eltingaleik við Red Bull, McLaren og Mercedes í byrjun tímabils. Ekki má þó gleyma að Fernando Alonso hefur áður sýnt að hann getur framkvæmt galdra í hvaða ökutæki sem er. Þannig sigraði hann í Silverstone í fyrra á misheppnuðum Ferrari bíl. Árið verður hins vegar mikilvægt fyrir framtíð Felipe Massa hjá liðinu. Massa hefur ekki náð sér á strik eftir að hafa lent í alvarlegu óhappi í Ungverjalandi árið 2010. Síðan þá hefur árangurinn ekki verið Ferrari til sóma. Má Massa fara að óttast að fá ekki endurnýjaðan samning við ítalska risann standi hann sig ekki ár.
Formúla Tengdar fréttir Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15 Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00 Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lið & ökumenn: Caterham, HRT og Marussia Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir mun hita upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrja á liðum og ökumönnum. 12. mars 2012 16:15
Lið og ökumenn: Sauber, Toro Rosso og Williams Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 13. mars 2012 17:00
Lið & ökumenn: Mercedes, Lotus og Force India Keppnistímabilið 2012 hefst á sunnudaginn þegar ástralski kappaksturinn verður ræstur í Melbourne. Það er langt síðan búist var við jafn jafnri og harðri keppni í Formúlú 1. Vísir hitar upp fyrir fyrsta mótið í vikunni og byrjar á kynningum á liðum og ökumönnum. 14. mars 2012 14:45