1. umferð: Ástralski kappaksturinn 2012 Birgir Þór Harðarson skrifar 15. mars 2012 16:00 Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið. Það stefnir í æsispennandi mótshelgi enda gaf undirbúningstímabilið óræðnar vísbendingar um hvað liðin ætla sér að gera til að sækja eða verja heimsmeistaratitilinn. Brautin í Melbourne er lögð á götum borgarinnar, í Albert Park almenningsgarðinum. Hún er flöt, hröð og veitir alla jafna nokkuð skýra mynd af því sem koma skal. Í 70 % tilvika hefur sigurvegari ástralska kappaksturins í Melbourne orðið heimsmeistari. En vegna þess hve flöt hún er kappaksturinn ekki líkamlega erfiður fyrir ökumennina. Jenson Button hefur sigrað tvisvar í Melbourne og segir brautina góða: "Brautin hefur mjög gott flæði þó hún sé götubraut, hægt er að finna góðan ryþma í keppninni og hún hefur nokkrar mjög hraðar beygjur sem einnig er óvenjulegt á götubrautum." "Veggirnir eru nógu nálægt brautinni til að maður haldi einbeitingunni. Ég man ekki eftir móti hér sem ekki kom á óvart. Þetta er því frábær staður til að hefja tímabilið." Vegna þess hve hröð hún er, og að meirihluti beygjanna séu hraðar og flæðandi, verða hægustu beygjurnar þær mikilvægustu. Beygjur 3 og 15 eru mikilvægustu svæðin. Ef smellt er á "horfa á myndskeið með frétt" má líta ráspólshring Sebastian Vettel síðan í fyrra. Hringurinn er nánast fullkominn og mætti halda að bíllin sé á járnbrautarteinum á köflum. Hringtíminn var í takt við það: 1.23,529. Annar á ráslínunni var Lewis Hamilton 0,778 sekúntum á eftir. Það ætti að skýra hversu ótrúlegan hring Vettel tókst að setja saman í fyrra.DRS svæði: Á ráskaflanum og á milli beygja 2 og 3Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Vitaly Petrov - Renault Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 01:30 Æfing 1 05:30 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 TímatakaSunnudagur: 05:40 Ástralski kappaksturinn Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Enn á ný hefst Formúlu 1 tímabilið í Melbourne í Ástralíu. Þetta verður í 28. skiptið sem ástralski kappaksturinn er haldinn og Melbourne fyrsta mót ársins í 15. skiptið. Það stefnir í æsispennandi mótshelgi enda gaf undirbúningstímabilið óræðnar vísbendingar um hvað liðin ætla sér að gera til að sækja eða verja heimsmeistaratitilinn. Brautin í Melbourne er lögð á götum borgarinnar, í Albert Park almenningsgarðinum. Hún er flöt, hröð og veitir alla jafna nokkuð skýra mynd af því sem koma skal. Í 70 % tilvika hefur sigurvegari ástralska kappaksturins í Melbourne orðið heimsmeistari. En vegna þess hve flöt hún er kappaksturinn ekki líkamlega erfiður fyrir ökumennina. Jenson Button hefur sigrað tvisvar í Melbourne og segir brautina góða: "Brautin hefur mjög gott flæði þó hún sé götubraut, hægt er að finna góðan ryþma í keppninni og hún hefur nokkrar mjög hraðar beygjur sem einnig er óvenjulegt á götubrautum." "Veggirnir eru nógu nálægt brautinni til að maður haldi einbeitingunni. Ég man ekki eftir móti hér sem ekki kom á óvart. Þetta er því frábær staður til að hefja tímabilið." Vegna þess hve hröð hún er, og að meirihluti beygjanna séu hraðar og flæðandi, verða hægustu beygjurnar þær mikilvægustu. Beygjur 3 og 15 eru mikilvægustu svæðin. Ef smellt er á "horfa á myndskeið með frétt" má líta ráspólshring Sebastian Vettel síðan í fyrra. Hringurinn er nánast fullkominn og mætti halda að bíllin sé á járnbrautarteinum á köflum. Hringtíminn var í takt við það: 1.23,529. Annar á ráslínunni var Lewis Hamilton 0,778 sekúntum á eftir. Það ætti að skýra hversu ótrúlegan hring Vettel tókst að setja saman í fyrra.DRS svæði: Á ráskaflanum og á milli beygja 2 og 3Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Vitaly Petrov - Renault Allt mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 01:30 Æfing 1 05:30 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 TímatakaSunnudagur: 05:40 Ástralski kappaksturinn
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira