Íslenski boltinn

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Eiríkur STefán Ásgeirsson skrifar
Frosti Viðar Gunnarsson, Ragnheiður Harldsdóttir, Sigurður Óli Þorleifsson og Þorvaldur Árnason.
Frosti Viðar Gunnarsson, Ragnheiður Harldsdóttir, Sigurður Óli Þorleifsson og Þorvaldur Árnason. Mynd/Vilhelm
Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands, tók við framlaginu í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í morgun. Einn dómaranna, Sigurður Óli Þorleifsson, sagði við það tilefni: „Þegar kemur að stórum ákvörðunum hjá knattspyrnudómurum inni á vellinum þá er betra að hafa punginn í lagi og því fögnum við því að geta lagt ykkur lið með þessari upphæð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×