Handbolti

Strákarnir tryggðu sig inn á EM í Tyrklandi - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 20 ára landsliðið í handbolta tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM í Tyrklandi í sumar með því að vinna fjögurra marka sigur á Eistlandi í Víkinni í dag. Íslenska liðið vann því báða leiki sína í riðlinum og er komið á EM.

Sigur íslensku strákaanna var öruggur en þeir voru sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11. Íslenska liðið hafði frumkvæðið allan leikinn en Eistland náði að minnka muninn í 1 mark þegar um 13 mínútur voru eftir en nær komust Eistarnir ekki.

Akureyringurinn Guðmundur Hólmar Helgason var markahæstur með 7 mörk og Valsmaðurinn Sveinn Aron Sveinsson skoraði 5 mörk.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum í Víkinni í dag og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.

Ísland- Eistland 28-24 (17-11)

Mörk Íslands: Guðmundur Hólmar Helgason 7, Sveinn Aron Sveinsson 5, Geir Guðmundsson 4, Janus Smárason 4, Garðar Sigurjónsson 4, Ísak Rafnsson 2, Víglundur Þórsson 1, Árni Benedikt Árnason 1.

Mynd/Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×