Stuðningsmenn Kristínar láta mæla fylgið við hana Jónas Margeir Ingólfsson skrifar 6. apríl 2012 18:52 Stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur létu framkvæma könnun á fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands og hennar stöðu í baráttunni um Bessastaði. Enn á eftir að kynna lokaniðurstöðurnar. Kosningabaráttan um embætti forseta Íslands virðist vera komin af stað. Nú hafa sex frambjóðendur lýst yfir framboði en framboðsfresturinn rennur út í lok maí. Enn er óvíst hvers konar baráttu Ólafur Ragnar Grímsson mun há, en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki talið líklegt að hún verði með sama sniði og þeirra sem bjóða sig fram gegn honum, t.d. með auglýsingum og slíku. Þóra Arnórsdóttir, sem lýsti yfir framboði í vikunni, hefur ráðið Sigrúnu Þorgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra framboðsins, en Sigrún starfaði meðal annars við þjóðfundinn árið 2010. Náinn samstarfshópur Þóru vinnur nú að því að ýta framboðinu úr vör, en í honum eru m.a. Gaukur Úlfarsson leikstjóri sem vann m.a. með Besta flokknum í síðustu borgarstjórnarkosningum, Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill of fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og fleiri. Þá létu stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, framkvæma könnun fyrir stuttu þar sem fylgi hennar var kannað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn unnið að gagnaöflun en búist er við því að stuðningsmönnum hennar berist lokaniðurstöður beint eftir páska. Kristín hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist gefa kost á sér, en stuðningsmenn hennar vonast til þess að könnunin muni hvetja hana til þess. Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira
Stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur létu framkvæma könnun á fylgi frambjóðenda til embættis forseta Íslands og hennar stöðu í baráttunni um Bessastaði. Enn á eftir að kynna lokaniðurstöðurnar. Kosningabaráttan um embætti forseta Íslands virðist vera komin af stað. Nú hafa sex frambjóðendur lýst yfir framboði en framboðsfresturinn rennur út í lok maí. Enn er óvíst hvers konar baráttu Ólafur Ragnar Grímsson mun há, en samkvæmt heimildum fréttastofu er ekki talið líklegt að hún verði með sama sniði og þeirra sem bjóða sig fram gegn honum, t.d. með auglýsingum og slíku. Þóra Arnórsdóttir, sem lýsti yfir framboði í vikunni, hefur ráðið Sigrúnu Þorgeirsdóttur sem framkvæmdastjóra framboðsins, en Sigrún starfaði meðal annars við þjóðfundinn árið 2010. Náinn samstarfshópur Þóru vinnur nú að því að ýta framboðinu úr vör, en í honum eru m.a. Gaukur Úlfarsson leikstjóri sem vann m.a. með Besta flokknum í síðustu borgarstjórnarkosningum, Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill of fyrrum aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og fleiri. Þá létu stuðningsmenn Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands, framkvæma könnun fyrir stuttu þar sem fylgi hennar var kannað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er enn unnið að gagnaöflun en búist er við því að stuðningsmönnum hennar berist lokaniðurstöður beint eftir páska. Kristín hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort hún hyggist gefa kost á sér, en stuðningsmenn hennar vonast til þess að könnunin muni hvetja hana til þess.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Fleiri fréttir Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Sjá meira