Guardiola: Hárréttur dómur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. apríl 2012 22:34 Nordic Photos / Getty Images „Þegar menn gera sig sekan um peysutog inn í teignum á að dæma vítaspyrnu," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona, eftir 3-1 sigur sinna manna á AC Milan í kvöld. Í stöðunni 1-1 var Barcelona dæmt umdeilt víti er Alessandro Nesta þótti toga niður Sergio Busquets í teignum þegar Börsungar tóku hornspyrnu. Ítalarnir voru afar ósáttir við dóminn og sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic sagði að hann hefði eyðilagt leikinn. En Guardiola sagði ákvörðun dómarans rétta. „Í fyrri leiknum áttum við að fá tvær augljósar vítaspyrnur en við sögðum ekki neitt um það," bætti hann við. Guardiola lofaði frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum með þrjá í vörn í fyrri hálfleik til að skapa fleiri færi. Á endanum áttum við 21 skot að marki en Milan þrjú." „Við vörðumst vel og þegar við náðum 2-1 forystu bættum við fjórða manninum við varnarlínuna til að stjórna betur leiknum." Messi skoraði tvívegis í leiknum og hefur skorað fjórtán Meistaradeildarmörk á tímabilinu. Það er met. „Lionel Messi er yndislegur leikmaður og það er okkar mikla lán að hafa hann í okkar röðum," sagði Guardiola. Barcelona er nú komið í undanúrslit keppninnar fimmta árið í röð. Þrátt fyrir það vill Guardiola ekki viðurkenna að hans menn séu sigurstranglegastir í keppninni. „Það tel ég ekki. Bayern München er enn með og Real Madrid ílíka. Við höfum unnið Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en það erfiðasta í íþróttum er að viðhalda stöðugleika." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira
„Þegar menn gera sig sekan um peysutog inn í teignum á að dæma vítaspyrnu," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona, eftir 3-1 sigur sinna manna á AC Milan í kvöld. Í stöðunni 1-1 var Barcelona dæmt umdeilt víti er Alessandro Nesta þótti toga niður Sergio Busquets í teignum þegar Börsungar tóku hornspyrnu. Ítalarnir voru afar ósáttir við dóminn og sóknarmaðurinn Zlatan Ibrahimovic sagði að hann hefði eyðilagt leikinn. En Guardiola sagði ákvörðun dómarans rétta. „Í fyrri leiknum áttum við að fá tvær augljósar vítaspyrnur en við sögðum ekki neitt um það," bætti hann við. Guardiola lofaði frammistöðu sinna manna. „Við spiluðum með þrjá í vörn í fyrri hálfleik til að skapa fleiri færi. Á endanum áttum við 21 skot að marki en Milan þrjú." „Við vörðumst vel og þegar við náðum 2-1 forystu bættum við fjórða manninum við varnarlínuna til að stjórna betur leiknum." Messi skoraði tvívegis í leiknum og hefur skorað fjórtán Meistaradeildarmörk á tímabilinu. Það er met. „Lionel Messi er yndislegur leikmaður og það er okkar mikla lán að hafa hann í okkar röðum," sagði Guardiola. Barcelona er nú komið í undanúrslit keppninnar fimmta árið í röð. Þrátt fyrir það vill Guardiola ekki viðurkenna að hans menn séu sigurstranglegastir í keppninni. „Það tel ég ekki. Bayern München er enn með og Real Madrid ílíka. Við höfum unnið Meistaradeildina tvisvar á síðustu þremur árum en það erfiðasta í íþróttum er að viðhalda stöðugleika."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Handbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fleiri fréttir Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sjá meira