Strákarnir í íshokkílandsliði Íslands enduðu í fjórða sæti A-riðils 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkí eftir að þeir töpuðu fyrir Króatíu í kvöld, 5-1.
Matthías Máni Sigurðarson skoraði mark Íslands í kvöld en þrátt fyrir tapið er árangur Íslands góður og ljóst að þetta unga lið á framtíðina fyrir sér.
Eistland vann alla sína leiki í riðlinum og hafnaði í efsta sæti. Þar með tryggði liðið sér sæti í B-riðli 1. deildarinnar á næsta ári. Nýja-Sjáland hafnaði hins vegar í neðsta sæti og fellur niður í 3. deildina.
Spánn varð í öðru sæti, Króatía þriðja og Serbía því fimmta. Ísland vann tvö neðstu lið riðilsins en tapaði fyrir hinum þremur.
Augljóst var að Nýja-Sjáland var með langslakasta lið keppninnar en liðið tapaði fyrir Serbíu í dag, 17-0, og leikjunum fimm samtals 59-5.
Innlent