Mario Gomez tryggði Bayern sigur á Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. apríl 2012 18:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Bayern München hélt áfram sigurgöngu sinni á Allianz Arena í kvöld þegar liðið vann Real Madrid 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Bayern hefur þar með unnið alla sjö heimaleiki sína í keppninni á þessu tímabili og Real Madrid tókst ekki að bæta úr döpru gengi sínu á þýskri grundu. Mario Gomez var hetja Bayern þegar hann skoraði sigurmarkið á lokamínútu venjulegs leiktíma en hann hefur þar með skorað tólf mörk í tíu leikjum í keppninni. Mesut Özil hafði jafnað fyrir Real Madrid í upphafi seinni hálfleiksins en Bæjarar áttu góðan endasprett og tryggðu sér mikilvægan sigur. Real Madrid byrjaði vel og Karem Benzema fékk flott færi strax á áttundu mínútu eftir flotta stungusendingu frá Mesut Özil en Manuel Neuer varði vel frá honum. Bayern tók öll völd á vellinum eftir smá vandræði í byrjun og Real Madrid komst lítið áleiðis eftir það. Bayern var búið að eiga nokkrar lofandi sóknir þegar kom að fyrsta marki leiksins. Franck Ribery kom Bayern í 1-0 strax á 17. mínútu þegar boltinn barst til hans í teignum eftir fasta hornspyrnu Toni Kroos. Ribery skoraði með föstu óverjandi skoti en skömmu áður hafði hann lent upp á kant við varnarmenn Real þegar hann reyndi að fiska vítaspyrnu. Endursýning af markinu leiddi þó í ljós að Luiz Gustavo Dias var líklega rangstæður þegar hann stóð fyrir framan Iker Casillas í marki Real Madrid. Real Madrid ógnaði strax í skyndisóknum sínum í upphafi seinni hálfleiks. Jerome Boateng komst fyrir skot frá Karim Benzema á 50. mínútu en þremur mínútum síðar náði Mesut Özil síðan að jafna leikinn. Cristiano Ronaldo slapp þá einn í gegn en átti skelfilegt skot sem Neuer varði. Real náði frákastinu og boltinn endaði að lokum aftur á Ronaldo sem sendi boltann fyrir á Özil sem skoraði af mjög stuttu færi. Vörn Bæjara sofnaði þarna algjörlega á verðinum. Thomas Müller kom inn á sem varamaður á 61. mínútu og lífgaði mikið upp á sóknarleik liðsins sem var búinn að vera daufur í seinni hálfleiknum. Tíu mínútum síðar fékk Mario Gomez algjört dauðfæri eftir aukaspyrnu en skot hans fór yfir. Skömmu síðar skallaði Gomez yfir eftir góða fyrirgjöf Philipp Lahm og pressa Bæjara var að aukast hægt og rólega. Mario Gomez vildi fá vítaspyrnu á 87. mínútu en það leit út fyrir hann hefði verið búinn að missa boltann eftir tæklingu frá Sergio Ramos. Gomez var þó ekki búinn að syngja sitt síðasta því hann skoraði á 90. mínútu eftir enn eina fyrirgjöf frá Philipp Lahm sem átti stórleik í kvöld. Það reyndist vera sigurmark leiksins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Donni þarf líka að fara í aðgerð Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Fleiri fréttir „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu