Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hefur afhent Samherja þau gögn sem lágu til grundvallar þegar Héraðsdómur úrskurðaði um heimild til húsleitar og haldlagningar gagna hjá Samherja og tengdum félögum þann 27. mars síðastliðinn.
Í tilkynningu frá Samerja hf. segir að gögnin renni stoðum undir það sem forsvarsmenn fyrirtækisins hafi haldið fram.
„Af lestri gagnanna má ljóst vera að þær ályktanir sem gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hefur dregið eru að verulegu leiti byggðar á rangfærslum um eðli og framkvæmd viðskipta Samherja og tengdra félaga," segir í tilkynningu frá Samherja.
Þá fordæma forsvarsmenn Samherja þá harkalegu aðgerð sem beitt var með húsleit og haldlagningu gagna.
„Hæglega hefði mátt komast hjá því tjóni með fyrirspurnum til Samherja. Slíkum fyrirspurnum hefði að sjálfsögðu verið svarað, eins og fjölmörgum öðrum sem borist hafa frá Seðlabankanum undanfarin ár."
Samherji fær gögn frá gjaldeyriseftirlitinu

Mest lesið

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent

Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent

Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna
Viðskipti innlent

Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson
Viðskipti innlent

Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum
Viðskipti innlent


Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent