Þóra Arnórs: Margir lenda í því að slást eftir ball 12. apríl 2012 22:49 Svavar Halldórsson og Þóra Arnórsdóttir. mynd/fréttablaðið Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, segir Svavar að hann hafi lent í slagsmálum eftir ball þegar hann var tuttugu og tveggja ára. „Það upphófst mikið rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Það hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu," segir Svavar. Leiðr þeirra lágu saman nokkrum árum síðar og þeir settust niður og ræddu málin. „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni." Svavar segir að þeir eigi marga sameiginlega vini og í gegnum þá hafi hann frétt af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. „Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu," segir Svavar í Fréttatímanum. Þóra segir um þetta mál að það sé allt í lagi að tala um það á meðan það er sagt satt og rétt frá. „Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir maninn minn... Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt," segir Þóra. Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona og frambjóðandi til embættis forseta Íslands, segir að það sé ekkert að því að tala um líkamsárás sem Svavar Halldórsson, sambýlismaður hennar, var dæmdur fyrir þegar hann var 22 ára, á meðan sagt sé satt og rétt frá. Svavar hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir líkamsárás. Í viðtali við Fréttatímann, sem kemur út á morgun, segir Svavar að hann hafi lent í slagsmálum eftir ball þegar hann var tuttugu og tveggja ára. „Það upphófst mikið rifrildi út af stelpu sem endaði með því að ég slasaði jafnaldra minn þannig að það brotnuðu í honum tvær tennur. Það hefur hvílt á mér alla tíð og ég sé mjög eftir þessu," segir Svavar. Leiðr þeirra lágu saman nokkrum árum síðar og þeir settust niður og ræddu málin. „Þetta er líklega það versta sem ég hef nokkurn tímann gert nokkrum manni á ævi minni." Svavar segir að þeir eigi marga sameiginlega vini og í gegnum þá hafi hann frétt af því að hann væri orðinn alvarlega veikur. „Það sem hefur gert þetta verra er að einhverjir hafa verið að tengja þetta saman. Það er líka erfitt fyrir hann, í sínum veikindum, að standa í að svara fyrir slíkt. Við höfum fengið mjög truflandi, nafnlaus bréf þar að lútandi. Við vitum einnig til þess að fólk hafi verið að dreifa mjög ýktum og röngum sögum af þessu," segir Svavar í Fréttatímanum. Þóra segir um þetta mál að það sé allt í lagi að tala um það á meðan það er sagt satt og rétt frá. „Að lenda í slagsmálum tvítugur og fá skilorðsbundinn dóm er alvarlegt mál fyrir þann unga mann sem í því lendir. Það er samt sem áður bara það sem gerðist. Margir lenda í því að slást eftir ball. En þegar ég fæ nafnlaust bréf um það að menn liggi alvarlega veikir eftir maninn minn... Auðvitað vissum við að það yrðu alltaf einhverjar sögur en þetta er ekki fallegt," segir Þóra.
Forsetakosningar 2012 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira