Möguleiki á rigningu og óvæntum úrslitum í Kína Birgir Þór Harðarson skrifar 11. apríl 2012 23:30 Um helgina fer kínverski kappaksturinn fram í Shanghai. Brautin var, eins og sú sem keppt var á síðast í Malasíu, hönnuð af brautahönnuðinum Herman Tilke. Hér var fyrst keppt árið 2004. Þá ók Rubens Barrichello Ferrar bíl sínum fyrstur yfir endalínuna. Lewis Hamilton er sá eini sem hefur unnið kappaksturinn oftar en einu sinni. Hann vann í annað sinn í fyrra. Þar til hafði brautin alltaf framkallað nýja sigurvegara. Í réttri röð hafa Barrichello, Fernando Alonso, Michael Schumacher, Kimi Raikkönen, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button unnið í Kína. Rigning gæti sett svip sinn á mótið í Kína í ár. Það ringdi gríðarlega í upphafi malasíska kappakstursins fyrir þremur vikum. Það ruglaði röðinni í heimsmeistaramótinu mikið og nú er Alonso á lélegum Ferrari bíl fremstur. Þá mun hitastigið vera lágt sem mun hafa mikil áhrif á dekkin alla mótshelgina. Brautin er mjög hröð og flæðandi. Margir gagnrýna hana þó og segja að hún sé of einhæf og bjóði ekki upp á mikinn framúrakstur. David Coulthard, ökumaðurinn sem Íslendingar muna eftir sem liðsfélaga Mika Hakkinen hjá McLaren, er til dæmis ekki ánægður með fyrstu fjórar beygjurnar og segir þær lýsa brautinni best: Hraður kafli sem þrengist og hægir á bílunum þar til þeir nánast stöðva og enginn kemst framúr. Það eru tvö sérstaklega mikilvæg svæði. Mikilvægt er að ná beygjum 3 og 4 rétt og vel því hraðinn að beygju sex skiptir miklu máli fyrir restina af hringnum. Beygja þrjú er raunar bara endirinn á beygju 1 því saman mynda beygjurnar mjög flókið svæði fyrir ökumennina. Þá eru beygjur 11 og 12 mjög mikilvægar því á eftir þeim fer lengsti beini kaflinn á tímabilinu í Formúlu 1 í ár.DRS svæði: Á beina langa beina kaflanum fyrir beygju 14.Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Lewis Hamilton - McLaren 2. Sebastian Vettel - Red Bull 3. Mark Webber - Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 02:00 Æfing 1 06:00 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 Tímataka 13:30 Tímataka (endursýnt)Sunnudagur: 06:40 Kínverski kappaksturinn 11:50 Kappaksturinn (endursýnt) Staðan í titilbaráttunni eftir tvær umferðir Ökumenn 1. Fernando Alonso - 35 stig 2. Lewis Hamilton - 30 3. Jenson Button - 25 4. Mark Webber - 24 5. Sergio Perez - 22 6. Sebastian Vettel - 18 7. Kimi Raikkönen - 16 8. Bruno Senna - 8 9. Kamui Kobayashi - 8 10. Paul di Resta - 7Bílasmiðir 1. McLaren - 55 stig 2. Red Bull - 42 3. Ferrari - 35 4. Sauber - 30 5. Lotus - 16 Formúla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira
Um helgina fer kínverski kappaksturinn fram í Shanghai. Brautin var, eins og sú sem keppt var á síðast í Malasíu, hönnuð af brautahönnuðinum Herman Tilke. Hér var fyrst keppt árið 2004. Þá ók Rubens Barrichello Ferrar bíl sínum fyrstur yfir endalínuna. Lewis Hamilton er sá eini sem hefur unnið kappaksturinn oftar en einu sinni. Hann vann í annað sinn í fyrra. Þar til hafði brautin alltaf framkallað nýja sigurvegara. Í réttri röð hafa Barrichello, Fernando Alonso, Michael Schumacher, Kimi Raikkönen, Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button unnið í Kína. Rigning gæti sett svip sinn á mótið í Kína í ár. Það ringdi gríðarlega í upphafi malasíska kappakstursins fyrir þremur vikum. Það ruglaði röðinni í heimsmeistaramótinu mikið og nú er Alonso á lélegum Ferrari bíl fremstur. Þá mun hitastigið vera lágt sem mun hafa mikil áhrif á dekkin alla mótshelgina. Brautin er mjög hröð og flæðandi. Margir gagnrýna hana þó og segja að hún sé of einhæf og bjóði ekki upp á mikinn framúrakstur. David Coulthard, ökumaðurinn sem Íslendingar muna eftir sem liðsfélaga Mika Hakkinen hjá McLaren, er til dæmis ekki ánægður með fyrstu fjórar beygjurnar og segir þær lýsa brautinni best: Hraður kafli sem þrengist og hægir á bílunum þar til þeir nánast stöðva og enginn kemst framúr. Það eru tvö sérstaklega mikilvæg svæði. Mikilvægt er að ná beygjum 3 og 4 rétt og vel því hraðinn að beygju sex skiptir miklu máli fyrir restina af hringnum. Beygja þrjú er raunar bara endirinn á beygju 1 því saman mynda beygjurnar mjög flókið svæði fyrir ökumennina. Þá eru beygjur 11 og 12 mjög mikilvægar því á eftir þeim fer lengsti beini kaflinn á tímabilinu í Formúlu 1 í ár.DRS svæði: Á beina langa beina kaflanum fyrir beygju 14.Dekkjagerðir í boði: Meðal (prime) og mjúk (option)Efstu þrír í fyrra: 1. Lewis Hamilton - McLaren 2. Sebastian Vettel - Red Bull 3. Mark Webber - Red Bull Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 02:00 Æfing 1 06:00 Æfing 2Laugardagur: 02:55 Æfing 3 05:50 Tímataka 13:30 Tímataka (endursýnt)Sunnudagur: 06:40 Kínverski kappaksturinn 11:50 Kappaksturinn (endursýnt) Staðan í titilbaráttunni eftir tvær umferðir Ökumenn 1. Fernando Alonso - 35 stig 2. Lewis Hamilton - 30 3. Jenson Button - 25 4. Mark Webber - 24 5. Sergio Perez - 22 6. Sebastian Vettel - 18 7. Kimi Raikkönen - 16 8. Bruno Senna - 8 9. Kamui Kobayashi - 8 10. Paul di Resta - 7Bílasmiðir 1. McLaren - 55 stig 2. Red Bull - 42 3. Ferrari - 35 4. Sauber - 30 5. Lotus - 16
Formúla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Sjá meira