Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir, bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur, urðu um helgina Íslandsmeistarar í loftskammbyssu. Þetta var sjötta árið í röð sem Ásgeir verður Íslandsmeistari en Jórunn varð einnig Íslandsmeistari kvenna í loftriffli.
Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, tryggði sér sigur í karlaflokki í loftriffli. Þá varð Ásdís H. Vignisdóttir úr Skotfélagi Kópavogs hlutskörpust í unglingaflokki.
Í liðakeppni varð A-sveit Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari.
