„Nú er hægt að safna vildarpúnktum og komast frítt til útlanda með því að heimsækja Íslenska vefsíðu," segir í tilkynningu frá Ástþóri Magnússyni forsetaframbjóðanda. Þar segir að um sé að ræða nýjung í markaðssetningu á netinu sem sé að ryðja sér til rúms erlendis.
Það er sem sagt Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi sem er fyrstur til að kynna þessa nýjung á Íslandi á vefnum www.forsetakosningar.is
Með því að svara spurningu úr stefnumálum framboðsins í Facebook leiknum Forsetaflug er hægt að vinna til verðlauna allt uppí flugmiða út í heim.
Í tilkynningunni segir svo:
Ástþór er ekki óþekktur Íslendingum fyrir tækninýjungar. Hann stofnaði Kreditkort hf fyrsta kreditkortafyrirtæki á Íslandi sem nú heitir Borgun. Þá varð Ástþór einn af frumkvöðlum í Evrópu í gagnvirkri snertiskjátækni.
Nú vill Ástþór innleiða beint lýðræði á Íslandi og nýta hraðbankakerfið sem kjörklefa fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur. "Gjáin milli þings og þjóðar verður best brúuð með þjóðaratkvæðagreiðslum" segir Ástþór Magnússon og skorar á frambjóðendur að mæta í kappræður í Háskólabíó 1. maí til að skilja kjarnann frá hisminu í umræðunni um málsskotsréttinn.
Ástþór með nýja vefsíðu og Facebook flugmiðaleik

Mest lesið

Kjarasamningur kennara í höfn
Innlent

Engin röð á Læknavaktinni
Innlent






Reykjavík ekki ljót borg
Innlent

