Draghi: Það verður engin lausafjárþurrð í Evrópu 25. apríl 2012 12:30 Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu. Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að engin lausafjárþurrð muni koma upp í Evrópu og að bankarnir séu ekki farnir að draga úr lánum vegna hræðslu við lausafjárþurrð. Draghi segir, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, að vopnin séu nú í höndum ríkisstjórna að banka, þegar kemur að því að styrkja stöðu fjármálakerfisins á evrusvæðinu. Draghi segir að enn hafi ekki komið fram skýr merki um að niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórna í Evrópu hafi skilað árangri. „Við erum bara hálfnuð á leiðinni yfir ána, og stöndum í henni miðri,“ sagði Draghi í umræðum um efnahagsmál á Evrópuþinginu í dag. Draghi sagði nýjustu mælingar sýna að 9 prósent af bönkum á evrusvæðinu, sem eru 131, hafa takmarkað útlán til þess að styrkja lausafjárstöðuna. Draghi sagði allt snúast um úthald, þ.e. að stjórnmálamenn hefðu trú á langtímaáætlunum og ynnu eftir þeim. Það myndi að lokum virka, þrátt fyrir að slæm hagvaxtarskilyrði í augnablikinu, en þýsk stjórnvöld tilkynntu um það í dag að hagvöxtur í Þýskalandi yrði um 0,7 prósent á þessu ári samanborið við 3 prósent í fyrra. Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mario Draghi, bankastjóri evrópska seðlabankans, segir að engin lausafjárþurrð muni koma upp í Evrópu og að bankarnir séu ekki farnir að draga úr lánum vegna hræðslu við lausafjárþurrð. Draghi segir, í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC, að vopnin séu nú í höndum ríkisstjórna að banka, þegar kemur að því að styrkja stöðu fjármálakerfisins á evrusvæðinu. Draghi segir að enn hafi ekki komið fram skýr merki um að niðurskurðaraðgerðir ríkisstjórna í Evrópu hafi skilað árangri. „Við erum bara hálfnuð á leiðinni yfir ána, og stöndum í henni miðri,“ sagði Draghi í umræðum um efnahagsmál á Evrópuþinginu í dag. Draghi sagði nýjustu mælingar sýna að 9 prósent af bönkum á evrusvæðinu, sem eru 131, hafa takmarkað útlán til þess að styrkja lausafjárstöðuna. Draghi sagði allt snúast um úthald, þ.e. að stjórnmálamenn hefðu trú á langtímaáætlunum og ynnu eftir þeim. Það myndi að lokum virka, þrátt fyrir að slæm hagvaxtarskilyrði í augnablikinu, en þýsk stjórnvöld tilkynntu um það í dag að hagvöxtur í Þýskalandi yrði um 0,7 prósent á þessu ári samanborið við 3 prósent í fyrra.
Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Steinkast og rispur? Ekki lengur vandamál með lakkvarnarfilmu frá Bónsvítunni Samstarf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira