Reynir: Barcelona kemst í úrslitaleikinn 24. apríl 2012 06:00 Stjórarnir Pep Guardiola og Roberto Di Matteo. Nordic Photos / Getty Images Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Barcelona frá Spáni og enska liðið Chelsea mætast í kvöld í síðari viðureign þeirra í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Nou Camp heimavelli Barcelona en Chelsea er með yfirhöndina eftir 1-0 sigur á heimavelli í síðustu viku þar sem Didier Drogba skoraði eina mark leiksins. Reynir Leósson knattspyrnusérfræðingar Stöðvar 2 telur að það verði erfitt fyrir Chelsea að halda fengnum hlut á erfiðum útivelli – og spáir Reynir því að Barcelona leiki til úrslita í keppninni. „Fyrir það fyrsta held ég að þetta verði leikur þar sem að Barca verður með boltan að lágmarki 75% af leiknum. Varnarleikur Chelsea verður að vera hrikalega góður, og sóknarleikur liðsins mun snúast um skyndisóknir og föst leikatriði. Þeir verða að þora að halda boltanum innan sinna raða," sagði Reynir. „Didier Drogba er algjör lykilmaður í þessum leik því hann mun fá það hlutverk að fá boltann í fæturna og halda honum á meðan vængmenn liðsins og kannski einn miðjumaður færa sig fram á völlinn. Ef þetta gengur eftir gætu þeir sært Barcelona liðið." „Það gæti styrkt Chelsea að þeir sáu hvernig Real Madrid fór að því að loka á sóknarleik Barcelona um s.l. helgi í „El clásico." Eftir að Real Madrid komst í 2-1 þá náðu þeir gjörsamlega að loka á sóknarleik Börsunga." „Pep Guardiola þjálfari Barcelona mun að mínu mati stilla þeim Pedro Rodríguez og Alexis Sánchez í framlínuna með Lionel Messi. Ég hef hinsvegar ekki trú á því að Chelsea geti haldið það út í 90 mínútur að verjast og fá ekki á sig mark eða mörk. Barcelona mun skora mörk í þessum leik og þeir fara í úrslitaleikinn," bætti Reynir við að lokum. Leikurinn hefst kl. 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en upphitun fyrir leikinn hefst 18.00 þar sem Þorsteinn J fer yfir gang mála með sérfræðingum þáttarins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð Íslenski boltinn Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Fótbolti PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Fleiri fréttir Luiz Diaz til Bayern Í beinni: England - Spánn | Úrslitaleikur EM Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Í beinni: Vestri - ÍBV | Heimamenn forðast fimmta tapið í röð PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti