Steingrímur telur að málið hafi átt erindi í Landsdóm Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. apríl 2012 16:44 Steingrímur Sigfússon segir að málið hafi átt erindi fyrir Landsdóm. Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins. Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira
Það var ekki undan því vikist að takast á við þetta mál og mér sýnist niðurstaðan sýna að þetta mál átti erindi þangað sem það fór, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um niðurstöðu Landsdóms í dag. „Meira er ekki um það að segja," segir Steingrímur. Hann segist telja það best að dómurinn tali fyrir sig og menn kynni sér hann og rökstuðninginn og reifunina sem þar sé að finna. „Ég vísa bara til þess og ætla ekki út í neinar persónulegar túlkanir á því. Ég tel að dómurinn, rétt eins og þingmenn hafi verið að gera það sem þeir töldu réttast, og ég ætla engum annað í þessu máli," sagði Steingrímur. Geir er dæmdur fyrir brot á 17. grein stjórnarskrárinnar sem laut að því að hafa ekki haldið ríkisstjórnarfundi um mikilvæg mál. Aðspurður um það hvort fyrirkomulagi hafi verið breytt varðandi þetta atriði frá því sem var segir Steingrímur að menn þurfi að fara varlega í að jafna því saman. „Við erum ekkert að tala um nein venjuleg mál. Þetta eru náttúrlega stóratburðir sem höfðu alvarlegar afleiðingar. Sem betur fer er það ekki á hverjum degi, hverju ári eða hverjum áratug sem slíkir atubðir eru á ferð," segir Steingrímur. „Í öðru lagi tel ég að menn séu búnir að gera sitt besta og læra af og fylgja eftir þeim niðurstöðum sem rannsóknarnefnd Alþingis komst að," segir Steingrímur. Önnur nefnd hafi fjallað um stjórnarráðið og þá lærdóma sem þar þurfti að draga af atburðum. „Það er búið að breyta ýmsum lögum og vinnureglum. Þannig að ég held að menn hafi verið að betrumbæta hluti í ljósi reynslunnar," segir Steingrímur. Steingrímur bar vitni fyrir Landsdómi þegar málið var til meðferðar. Auk hans voru tveir aðrir núverandi þingmenn sem báru vitni en það voru þau Jóhanna Sigurðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson. Þau tvö hin síðarnefndu störfuðu í ríkisstjórn með Geir Haarde í aðdraganda bankahrunsins.
Landsdómur Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Erlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Fleiri fréttir Tíu hús á Stöðvarfirði orðið fyrir skemmdum Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Sjá meira