Viðskipti erlent

Tvíburar sviku milljónir út úr fjárfestum

Brot bræðranna, þeirra Alexanders og Thomas Hunters, eru talin hafa átt sér stað fyrst árið 2007 þegar þeir voru aðeins sextán ára
Brot bræðranna, þeirra Alexanders og Thomas Hunters, eru talin hafa átt sér stað fyrst árið 2007 þegar þeir voru aðeins sextán ára
Breskir tvíburar, nýskriðnir af unglingsaldri, eru sakaðir um að hafa svikið 1,2 milljónir dollara út úr bandarískum fjárfestum. Brot bræðranna, þeirra Alexanders og Thomas Hunters, eru talin hafa átt sér stað fyrst árið 2007 þegar þeir voru aðeins sextán ára, samkvæmt kæru bandaríska verðbréfaeftirlitsins á Wall Street en frá þessu er greint í Financial Times.

Meint brot þeirra fólust í því að þeir héldu því fram að þeir notuðu sérstakan róbota sem gat spáð fyrir um hækkun hlutabréfa með því að styðjast við flókna algóriðma útreikninga.

Þeir gáfu út sérstök fréttabréf á vefsíðu sinni og héldu því fram að róbotinn hefði verið hannaður af verktaka hjá Goldman Sachs sem, rétt eins og róbotinn sjálfur, reyndist tilbúningur. 75,000 einstaklingar, aðallega Bandaríkjamenn, gerðust áskrifendur að fréttabréfinu gegn greiðslu og sóttu hugbúnaðinn.

Bresk yfirvöld frystu bankareikninga tvíburanna í janúar 2009 en þeir létu sér ekki segjast og stofnuðu félag á Panama til að halda svikunum áfram.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×