Alisher Usmanov orðinn auðugasti maður Rússlands 20. apríl 2012 06:37 Úsbekinn Alisher Usmanov er orðinn auðugasti maður Rússlands. Auður hans er metinn á 19 milljarða dollara eða um 2.400 milljarða króna og jókst um 1,6 milljarða dollara í fyrra að því er segir í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Usmanov kemur við sögu í rannsóknarskýrslu Alþingis, en gögn eru til um fyrirhugaðar lánveitingar upp á 280 milljarða króna sem hann gat fengið hjá Kaupþingi haustið 2008 rétt fyrir hrun bankans. Engar skýringar hafa fengist á þessum fyrirhuguðu lánveitingum. Á Vesturlöndum er Usmamov einkum þekktur sem eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Í Rússlandi stjórnar hann einu af stærstu málmvinnslufyrirtækjum landsins. Þegar Usmanov komst í fréttirnar hérlendis síðast í vetur sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og sérfræðingur um rússnesk málefni m.a. að Usmanov hafi ekki verið annað en handrukkari fyrir olíurisann Gazprom hér á árum áður. Í umfjöllun Wikipedia um Usmanov kemur fram að hann sat um sex ára skeið á níunda áratug síðustu aldar í fangelsi í Úsbekistan eftir að hafa verið dæmdur fyrir mútur og fjárkúgun. Dómur hans hljóðaði upp á átta ára harða refsivist í þrælkunarbúðum. Hann afplánaði sex ár. Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Úsbekinn Alisher Usmanov er orðinn auðugasti maður Rússlands. Auður hans er metinn á 19 milljarða dollara eða um 2.400 milljarða króna og jókst um 1,6 milljarða dollara í fyrra að því er segir í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Usmanov kemur við sögu í rannsóknarskýrslu Alþingis, en gögn eru til um fyrirhugaðar lánveitingar upp á 280 milljarða króna sem hann gat fengið hjá Kaupþingi haustið 2008 rétt fyrir hrun bankans. Engar skýringar hafa fengist á þessum fyrirhuguðu lánveitingum. Á Vesturlöndum er Usmamov einkum þekktur sem eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal. Í Rússlandi stjórnar hann einu af stærstu málmvinnslufyrirtækjum landsins. Þegar Usmanov komst í fréttirnar hérlendis síðast í vetur sagði Guðmundur Ólafsson hagfræðingur og sérfræðingur um rússnesk málefni m.a. að Usmanov hafi ekki verið annað en handrukkari fyrir olíurisann Gazprom hér á árum áður. Í umfjöllun Wikipedia um Usmanov kemur fram að hann sat um sex ára skeið á níunda áratug síðustu aldar í fangelsi í Úsbekistan eftir að hafa verið dæmdur fyrir mútur og fjárkúgun. Dómur hans hljóðaði upp á átta ára harða refsivist í þrælkunarbúðum. Hann afplánaði sex ár.
Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira