Viðskipti erlent

Auðmaður ætlar að byggja nútímaútgáfu af Titanic

Clive Palmer, einn af auðugustu mönnum Ástralíu, ætlar sér að byggja nútímaútgáfu af farþegaskipinu Titanic.

Í fjölmiðlum þarlendis er haft eftir Palmer að byggingin skipsins hefjist á seinni hluta þessa árs en samið hefur verið við kínverska skipasmíðastöð um verkið og er stefnt að því að sjósetja hið nýja Titanic árið 2016.

Hið nýja Titanic á að verða eins líkt hinu fræga skipi eins og hægt er hvað varðar útlit og hönnun. Um borð verður hinsvegar allur nýjasti tækni- og öryggisbúnaður sem til er í skemmtiferðaskipum.

Eins og kunnugt er af fréttum var þess nýlega minnst að 100 ár eru síðan að Titanic sökk þar sem yfir 1.500 manns fórust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×