Glitnir að baki umdeildum kaupum á hlutum í Roskilde Bank 2. maí 2012 09:05 Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að um hafi verið að ræða 780.000 hluti í bankanum en salan á þeim vakti mikla athygli á sínum tíma enda braut hún í bága við reglur sem gilt höfðu árum saman í danska bankakerfinu þar sem ekki var greint frá því hver kaupandinn væri. Með sölunni á þessum hlutum tókst Roskilde Bank að fegra umtalsvert bágborna eignfjárstöðu sína. Danska fjármálaeftirlitið hafði krafist þess að eiginfjárstaðan yrði bætt. Talið er að á þessum tíma hafi Rosksilde Bank þegar rambað á barmi gjaldþrots. Sérsveit efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar hefur haft Roskilde Bank til rannsóknar síðan bankinn varð gjaldþrota árið 2009. Ríkislögmaðurinn Jens Madsen yfirmaður sveitarinnar segir að ekkert ólöglegt hafi verið við kaup Glitnis því bankarnir ætluðu að starfa saman. Það gekk ekki eftir og neyddist Roskilde Bank til að kaupa bréfin með miklu tapi af Glitni árið 2007. Madsen segir að á sínum tíma hafi Glitnir gert kröfu um að fá mann í stjórn Roskilde Bank á grundvelli hlutanna sem Glitnir keypti. Á það hafi ekki verið fallist og því endurkeypti Roskilde Bank hlutina af Glitni. Madsen segir að í ljósi bréfaskipta milli Glitnis og Roskilde Bank frá upphafi ársins 2007 sé ekki tilefni til þess að rannsaka kaup Glitnis frekar. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í ljós er komið að það var Glitnir sem stóð að baki umdeildum hlutabréfakaupum í hinum gjaldþrota Roskilde Bank í Danmörku árið 2006 þegar bankinn seldi umtalsvert magn af eigin hlutabréfum. Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að um hafi verið að ræða 780.000 hluti í bankanum en salan á þeim vakti mikla athygli á sínum tíma enda braut hún í bága við reglur sem gilt höfðu árum saman í danska bankakerfinu þar sem ekki var greint frá því hver kaupandinn væri. Með sölunni á þessum hlutum tókst Roskilde Bank að fegra umtalsvert bágborna eignfjárstöðu sína. Danska fjármálaeftirlitið hafði krafist þess að eiginfjárstaðan yrði bætt. Talið er að á þessum tíma hafi Rosksilde Bank þegar rambað á barmi gjaldþrots. Sérsveit efnahagsbrotadeildar dönsku lögreglunnar hefur haft Roskilde Bank til rannsóknar síðan bankinn varð gjaldþrota árið 2009. Ríkislögmaðurinn Jens Madsen yfirmaður sveitarinnar segir að ekkert ólöglegt hafi verið við kaup Glitnis því bankarnir ætluðu að starfa saman. Það gekk ekki eftir og neyddist Roskilde Bank til að kaupa bréfin með miklu tapi af Glitni árið 2007. Madsen segir að á sínum tíma hafi Glitnir gert kröfu um að fá mann í stjórn Roskilde Bank á grundvelli hlutanna sem Glitnir keypti. Á það hafi ekki verið fallist og því endurkeypti Roskilde Bank hlutina af Glitni. Madsen segir að í ljósi bréfaskipta milli Glitnis og Roskilde Bank frá upphafi ársins 2007 sé ekki tilefni til þess að rannsaka kaup Glitnis frekar.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira