Andrea J. Ólafsdóttir tilkynnti formlega um framboð sitt til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í Norræna húsinu klukkan rúmlega fjögur í dag.
Hún segist ætla að kalla saman þjóðfund, þar sem forsetaembættið verður rætt, nái hún kjöri. Þá ætli hún einnig að beita sér fyrir launaleiðréttingu og lögfestingu lágmarkslauna.
Andrea sagði einnig á blaðamannafundinum að hún myndi sjálf þiggja lágmarkslaun í embætti, eða 193 þúsund krónur, þar til markmiðunum hefur verið náð. Afganginn muni hún gefa til góðgerðarmála.
Nánar verður fjallað um framboðið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

