Körfubolti

Frábær sigur stelpnanna á Finnum dugði ekki - spila um bronsið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Rún Hinriksdóttir.
Sara Rún Hinriksdóttir. Mynd/Hag
Íslenska 16 ára landslið kvenna er að gera frábæra hluti á Norðurlandamótinu undir stjórn Tómasaar Holton. Liðið vann Finna 60-56 í lokaleik sínum í riðlakeppninni en hefði þurft að vinna sjö stiga sigur til að komast í úrslitaleikinn.

Stelpurnar unnu 3 af 4 leikjum sínum í riðlakeppninni eins og Svíar og Finnar en sitja eftir á lakasta árangrinum í innbyrðisleikjum þessara þriggja þjóða. Stelpurnar spila um þriðja sætið við Dani á morgun.

Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir var stigahæst með 17 stig og 9 fráköst en Valsarinn Elsa Rún Karlsdóttir átti einnig mjög góðan leik og skoraði 16 stig og tók 7 fráköst. Guðlaug Júlíusdóttir úr Njarðvík var síðan með 11 stig og Sandra Lind Þrastardóttir úr Keflavík skoraði 9 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×